Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 116
Prestaféiagsritiö. Dr. ]. H.i Tveir norrænir fundir.
111
land til Seyðisfjarðar og fara þaðan beint til útlanda — eftir
því sem á áætlun stóð. En ferðaáætlunum skipa vorra er
varlega treystandi. Það fékk ég að reyna við þetta tækifæri.
Attu mennirnir þó sízt sök á því, heldur þokuandarnir, sem
löngum eru á sveimi við Austurland. í fæstum orðum, þokan
var altaf í hælunum á skipinu (Goðafoss) og ýmist varnaði
því að komast inn á hafnirnar eða út úr þeim aftur. Þetta
varð til þess, að komu skipsins á Seyðisfjörð seinkaði til
muna og burtför þess þaðan varð miðvikudag (27. ág.) síð-
degis í stað laugardags (23. ág.) eftir áætlun, eða með öðrum
orðum fjórum dögum síðar en ég hafði gert ráð fyrir. Þessi
töf gat fengið óþægilegar afleiðingar fyrir mig sem ferða-
mann. Hin norræna prestastefna átti að hefjast þriðjudag 2.
sept. kl. 11. Klukkan 2 þann dag, átti ég að tala í háskól-
anum og kl. 9 um kvöldið að prédika í dómkirkjunni. En
komin var miður aftan miðvikudags (27. ág.) er við loks fór-
um frá Seyðisfirði, og þrem viðkomustöðum að minsta kosti
hafði verið bætt inn á áætlun skipsins, svo vel mátti gera ráð
fyrir að sólarhringurinn færi í að sinna þessum viðkomustöð-
um. Það væri þá líka synd að segja, að Einar skipstjóri
Stefánsson lofaði meiru en hann treysti sér til að standa við,
því að fyrstu orð hans við mig er ég kom á skipsfjöl voru
þessi: »Þér þurfið ekki að hugsa til að vera kominn til Sví-
þjóðar á þriðjudagsmorgun!« Og sjálfur var ég orðinn ærið
vondaufur þegar áður en skipið kom. Aðalhuggun mín var,
að þegar sýnt væri, að ekki næðist í tæka tíð til Svíþjóðar,
þá mætti þó altaf með loftskeyti tjá forföll. Meginpart næstu
nætur urðum við að liggja í þoku á Norðfirði. Undir morgun
var haldið til Faskrúðsfjarðar, en þá var eftir Stöðvarfjörður-
inn. Þegar leið að nóni var skipið ferðbúið frá Fáskrúðsfirði,
en þegar kom út í fjarðarminni var þokan svo megn, að
skipstjórinn áleit ekki viðlit að reyna að komast inn á Stöðv-
arfjörð. Mun það líklega hafa verið einasta skiftið á æfi minni,
sem ég hefi blessað þokuna á sjóferð. Því að þetta varð til
þess, að skipstjóri stýrði skipinu beint til hafs. Klukkan mun
hafa verið um 4 síðdegis fimtudag 27. ág. er Skrúðurinn