Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 118
Prestafélagsritið.
Tveir norrænir fundir.
113
inn í næturlestina og háttuðum við í svefnklefa þeim, sem
okkur var ætlaður. Sofnaði ég brátt og svaf svo fast, að ég
vaknaði ekki fyr en undir morgun, hjá Hróarskeldu. Klæddist
ég í snatri, því að nú var stutt eftir til Hafnar. Um nokkra
dvöl í Khöfn gat ekki verið að ræða. Ók ég því frá járn-
brautarstöðinni beint niður að höfninni, þar sem ferjan til
Málmeyjar lá ferðbúin. Þetta var þriðjudagsmorgun 2. sept.,
sama daginn sem hin mikla prestastefna skyldi byrja.
Þá er ég kom út á ferjuna, urðu þegar fyrir mér nokkur
dönsk prestaandlit, sem ég kannaðist við. En mestrar ánægju
fékk mér þó, að rekast þar á minn elzta og bezta vin í
Danmörku, Hoffmeyer stiftsprófast, og að mega njóta sam-
fylgdar hans austur í Lund, því að þangað var ferð hans
heitið eins og minni. Eftir nokkra dvöl í Málmey var aftur
haldið áfram, og eftir hálfrar stundar ferð stóð ég á dóm-
kirkjutorginu í Lundi, rétt mátulega til að sjá öftustu skrúð-
gönguprestana hverfa inn um dómkirkjudyrnar. Því að klukk-
an var rétt ellefu, — en þá skyldi til kirkju ganga og hlýða
messu. Forstöðunefnd fundarhaldanna hafði skrifstofu sína
beint á móti kirkjunni. Steig ég þar út úr vagninum og fór
inn á skrifstofuna, til þess að fara í hempu mína. En hvorki
var tími til að raka sig né einu sinni til að þvo sér, sem þó
var full þörf á eftir langa járnbrautarkeyrslu. Gekk ég síðan
rakleitt til dómkirkjunnar. Guðsþjónustan var þá svo til ný-
byrjuð, svo að ég misti mjög lítið úr henni þótt seinna kæmi
en aðrir til kirkju. Við þessa guðsþjónustu prédikaði öldung-
urinn Gottfrid Billing biskup þar í Lundi og lagði út af frá-
sögninni um kanversku konuna (Matt. 15, 21—28.) og hafði
fyrir umtalsefni »Drottinn þráir miskunnsemi*. Prédikunin var
skínandi falleg, eins og við mátti búast af jafn orðlögðum pré-
dikara. Fyrir altari voru tveir prestar og unnu þeir sín hlut-
verk af mikilli snild, enda var annar þeirra mesti raddmaður,
og tíðaregla sænsku kirkjunnar er með afbrigðum hátíðleg.
Frá dómkirkjunni var síðan haldið yfir í háskólann. En í
hinum yndislega hátíðasal (aula) háskólans átti fundarsetn-
ingin að fara fram.
8