Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 120
Prestafélagsritið.
Tveir norrænir fundir.
115
fulltrúar nágrannalandanna leiddir fram fyrir krónprinsinn og
kyntir honum, en hann aftur kynti okkur ungri konu sinni (ég
hygg dóttur-sonardóttur Viktoríu gömlu Bretadrotningar).
Eg var nú orðinn ærið þreyttur og hlakkaði til að komast
heim og leggja mig. En mér hafði verið tilkynt á skrifstof-
unni, er ég kom um morguninn, að ég ætti að búa hjá Hj.
F. Holmquist prófessor, enda sá ég nú son hans koma á móti
mér til að fylgja mér þangað, að því er ég hélt. En svo var
þó ekki. í stað þess fór hinn ungi maður með mig beint upp
á biskupssetrið; sagði hann mér, að heima hjá foreldrum hans
lægi bréf frá Billing biskupi, þess efnis, að ég snæddi dag-
verð hjá sér kl. 3 þá um daginn. Fyrsta hugsun mín, er ég
heyrði þetta, var sú, hvort ég væri ekki snöggklæddur undir
hempunni. En svo reyndist þó ekki, þegar að var gáð. Reynd-
ar var ég órakaður, en ég þóttist vita, að ferðamanni fyrir-
gæfist sú synd, ér húsdrottinn heyrði, hversu ég hefði komið
á fundinn beint úr járnbrautarlestinni. Eg bað því biskupsþjón,
er kom til dyra, að vísa mér til herbergis, þar sem ég gæti
farið úr hempu minni, þvegið mér lítilsháttar og snurfusað mig.
Varð hann við þeim tilmælum, svo ég hygg, að ég hafi litið
full-þokkalega út, er ég þann veg >endurbættur« kom upp í
híbýli hins aldraða embættisbróður míns. Kom þetta sér því
betur, sem fyrstu gestirnir, sem ég kom auga á, er inn kom,
var krónprinsinn og kvinna hans. En annars var samkvæmi
þetta mjög svo íburðar- og yfirlætislaust. Þar voru aðeins 18
til borðs. Við borðið var meðal annars rætt um heimsflugið.
Flugmennirnir höfðu þá fyrir skemstu unnið afrek sitt að fljúga
til íslands, en það sem einkum gerði flugið að ljúfu umtals-
efni hér, var sú staðreynd, að maðurinn, sem fyrstur komst
þessa leið til íslands, var af sænsku bergi brotinn. Var krón-
prinsinn einkar alúðlegur og kona hans ekki síður. Gamli
Billing fanst mér, er ég nú sá hann á heimili hans, hafa elzt
mikið frá því, er ég var gestur hans árið áður, enda ekki
furða um mann á hans aldri.
Að loknu borðhaldi í biskupsgarði hélt ég nú til heimilis
Holmqvists prófessors. Ég var þeirri fjölskyldu lítið eitt kunn-