Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 124
Prestafélagsritiö.
Tveir norrænir fundir.
119
Þennan herragarð hafði Sjálandsbiskup dr. Peder Madsen átt
áður (hafði eignast hann með konu sinni) og dvalið þar löng-
um á sumrin, bæði meðan hann var prófessor og eins eftir
að hann varð biskup. Hafði þá oft verið gestkvæmt á herra-
setri þessu, enda eru þar húsakynni mikil, og þau biskupshjón
voru orðlögð fyrir mikla gestrisni sína. En fyrir dauða sinn
höfðu þau hjónin arfleitt Diakonissu-stofnunina í Kaupmanna-
höfn að öllum eignum sínum og meðal annars að hinum fagra
herragarði. Skyldi hann eftirleiðis notast sem guðsþakkastofn-
un, sérstaklega sem hæli, þar sem þreyttar diakonissur og
hjúkrunarkonur, gamlir prestar, prestsekkjur og ógiftar prests-
dætur, gætu notið ókeypis uppihalds á sumrin sér til hvíldar
og hressingar.
Stjórn Diakonissu-stofnunarinnar hafði nú boðið biskupum
Norðurlanda herragarð þennan fyrir fundarstað og vorum við
þar algerlega gestir þeirrar stofnunar þessa 5 daga sem
fundurinn stóð yfir.
Á Ieiðinni til Sóreyjar voru allir biskuparnir í lestarvagni
út af fyrir sig, og fengu ekki aðrir þar inn að koma. Vorum
við þar 23 saman, en í Sórey bættust 4 í hópinn og var þá
full talan. Dönsku biskuparnir voru þar allir 9 og að auki
einn uppgjafabiskup (Wegener). Frá Svíþjóð voru 9 með erki-
biskup í broddi fylkingar (þrír höfðu ekki getað sótt fundinn).
Frá Noregi voru 5 (einn hafði ekki getað mætt, sem sé bisk-
upinn á Hamri). Frá Finnlandi voru 2 (aðrir tveir höfðu tjáð
forföll fyrir elli sakir). Og frá íslandi sá er þetta ritar.
Þegar til Sóreyjar kom var þar tekið á móti okkur af em-
bættismönnum bæjarins með rektor Sóreyjarskólans í broddi
fylkingar. Var fyrst skoðuð hin gamla fagra kirkja Sóreyjar.
Sóknarpresturinn Jóhann Balslev gaf þar yfirlit yfir sögu
kirkjuhússins og mintist þeirra konunga og kirkjuhöfðingja,
sem hvíldust þar; sérstaklega mintist hann Absalons erki-
biskups. Hann mintist einnig Ögmundar biskups Pálssonar,
sem svo lengi hefði verið talinn meðal þeirra, er legstað sinn
ættu þar í kirkjunni, en nú væri talið sannað, að svo væri ekki.
Þá var gengið til skólans. Á þrepi við svo nefndan Absalons-