Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 127
122
Dr. Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
merkilegt erindi um »Lúterskuna — sérstaklega á Norður-
löndum — og kirkjulega ástandið í heiminum*. V/ar þar sem
vænta mátti talað af miklum skarpleik og næmum skilningi á
táknum tímans, og það enda svo, að í umræðunum, sem á
eftir fóru erindi þessu, höfðu aðrir ræðumenn litlu við að
bæta, svo fullkomlega hafði erkibiskupi tekizt að kryfja efnið
til mergjar.
Á síðdegisfundinum þennan dag var umræðuefnið: »Hvað
geta Norðurlandakirkjurnar lært hver af annari um köldmál-
tíðarhald safnaðanna?* Þar töluðu þeir þrír hver á eftir öðr-
um: Lunde Oslóarbiskup, Lönegren biskup í Harnösand og
Schiöler Árósabiskup. Sagðist þeim öllum vel, en einna áhrifa-
mest varð þó erindi Lönegrens biskups, er lýsti með næsta
dökkum litum þeirri afturför, sem í Svíþjóð ætti sér stað í
kvöldmáltíðarnautn safnaðanna. Virðist danska kirkjan standa
einna hæst allra Norðurlandakirknanna að því er snertir alt-
arisgöngur, enda er þar mjög algengt innan safnaða með
vakandi trúarlífi, að menn séu til altaris oft á ári, já, margir
mánaðarlega. Var mikið rætt um orsakir þessarar hnignunar
og ráðin til að kippa þessu í lag, og sýndist þar sitt hverj-
um, eins og gengur, en allir voru á eitt sáttir um, að hnignun
altarisgangnanna væri tvímælalaust vottur um hnignun trúar-
lífsins og að þungamiðja þess hefði um of fluzt frá svæði
tilfinningalífsins yfir á svið vitundalífsins. Obeitin á dulrænum
efnum væri eitt af aðaleinkennum hugsanalífs manna á vor-
um dögum. Menn vildu helzt alstaðar geta komið skilningn-
um að.
Laugardagurinn 6. sept. hófst með bænagjörð og biblíu-
stund. Þar talaði Mognestad Björgvinjar-biskup út af pistil-
kaflanum Efes. 2, 11.—22. og sagðist mæta vel. Jafnframt því
að vera ágætlega mentaður maður og vel máli farinn er
Hognestad biskup innilegur og heitur. En því miður er ég
hræddur um, að fundarmönnum öðrum hafi veitt erfitt að
skilja mál hans, því að hann talar mjög norska, norsku þ. e.
»landsmál«, enda er hann heitur þjóðernismaður.
Á árdegisfundinum þennan dag var rætt um »afstöðu kirkj-