Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 131
126
Dr. Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
biskup og kirkjustjórn eigi einkum að nota í stjórn sinni«.
Frummælendur voru þeir biskuparnir Gleditsch frá Niðarósi
og Lindberg. Lindberg biskup í Váxjö talar ógn stillilega og
ljóst, en Gleditsch var miklu þungskildari, enda talaði hann í
ofanálag með mjög ákveðnum norskum framburði. Hann mun
vera í áliti sem mælskumaður heima fyrir, og sem lærdóms-
maður er hann tvímælalaust með fremstu mönnum norsku
kirkjunnar. Umræðurnar á eftir urðu í daufara lagi. Var eins
og efnið væri of óhlutkent til þess, að um það gætu orðið
fjörugar umræður.
Að loknum þessum umræðum kvaddi Ostenfeld biskup
fundarmenn með nokkrum orðum og þakkaði þeim fyrir það
sem hver hefði lagt til mála. En Söderblom erkibiskup svar-
aði með því, að þakka Ostenfeld fyrir ágæta fundarstjórn.
Var þá gengið til síðustu sameiginlegu máltíðarinnar. Og
fóru þar fram mikil ræðuhöld að skilnaði.
Eftir borðhaldið fóru menn að týna saman pjönkur sínar
og búa sig til heimferðar. Og kl. 3 var haldið af stað frá
Vedbygaard í bifreiðum til Sóreyjar og þaðan með lestinni
til Kaupmannahafnar. En dönsku biskuparnir urðu allir eftir
á Vedbygaard, því að nú átti að skjóta á sérstökum dönskum
biskupafundi, þar sem okkur hinum var ofaukið, svo sem
skiljanlegt er. —
Þannig lauk þá þessum öðrum norræna biskupafundi, sem
mér veittist sú ánægja að sitja, og hér hefir verið skýrt frá
lítilsháttar. Því miður hefir rúmið ekki leyft mér að skýra svo
ítarlega frá öllu, er þar var talað, sem ég hefði óskað. En
svo ánægjuleg varð mér förin í hóp þessara 26 embættis-
bræðra minna, að ég tel það einn ógleymanlegasta viðburð
æfi minnar að hafa átt því láni að fagna að sitja slíkan fund.
Mér fanst ég læra svo mikið á fundi þessum og eins á við-
talinu við ýmsa embættisbræður mína milli funda, auk þess
sem ávalt er mikils virði að fá að kynnast jafn mörgum á-
gætismönnum og hér voru saman komnir. Dönsku biskupana
þekti ég frá fyrri tíð alla nema einn, Olesen biskup í Rípum.
Sömuleiðis norsku biskupana alla nema einn, Stören biskup í