Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 132
Prestafélagsritið.
Tveir norrænir fundir.
127
Hálogalandsstifti. Sænsku biskupana hafði ég að vísu séð alla
áður, en eiginlega ekki kynst þeim neitt verulega fyr en nú.
Féll mér mæta vel við þá alla og veitir erfitt að segja að
hverjum þeirra mér gazt bezt. Ég sat alla fundina milli þeirra
tveggja gamla Billings og Gautaborgar-biskupsins Rodhe.
Fékk mér ekki dulizt, að Billing hafði mjög farið aftur síðan
er ég árið áður kyntist honum í Lundi. Hann andaðist í vetur
skömmu eftir nýár og hefir nú verið kosinn eftirmaður hans
Rodhe dómprófastur, tengdasonur hans, en sonur biskupsins
í Gauíaborg. Billing tók fremur lítinn þátt í umræðunum, þó
minnist ég þess, að einu sinni lenti honum saman við son sinn,
unga Billing, og lét sonurinn þegar undan síga, vafalaust
fremur af sonarlegri Iotningu fyrir þessum ágæta öldungi,
föður sínum, en af því, að hann hefði látið sannfærast. En
Söderblom var þó sá, er virtist bera höfuðið — og herðar
með — ekki einungis yfir landa sína, heldur yfir alla fundar-
menn, enda á Söderblom engan sinn líka um öll Norðurlönd,
og þó víðar væri leitað, meðal kirkjulegra leiðtoga, fyrir sakir
andlegrar víðsýni og djúpsæis, lærdóms og gáfnaskarpleika,
að ógleymdri glæsimenskunni, sem einkennir alla framkomu
hans. Og þó er hann sízt af öllu stórklerkur eða preláti í
framgöngu, heldur miklu fremur maður yfirlætislaus og blátt
áfram, og hinn alúðlegasti í öllu viðmóti.
Það sem öðru fremur setti blæ á þennan biskupafund var
einlægnin. Menn voru auðsælega mjög óhræddir við að láta
skoðanir sínar í ljósi af því að þeir eins og fundu, að þeir
voru staddir í bræðrahóp. En einmitt fyrir það, hve einlægir
menn voru hvor við annan og opinskáir, varð svo mikið að
græða á umræðunum, auk þess sem þar gátu sumir talað af
margra ára embættisreynslu. Aðeins einn biskup var þar í
hópnum, sem aldrei tók til máls. Það var danski biskupinn í
Vébjörgum, Johannes Götzsche, sem annars er framúrskarandi
maður bæði að gáfum og lærdómi, tvímælalaust einn af fremstu
mönnum dönsku kirkjunnar á vorum dögum. —
Af því, sem hér hefir verið lauslega skýrt frá þessum nor-
ræna biskupafundi, munu lesendur Prestafélagsritsins geta ráðið,