Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 135
130 Ragnar Ófeigsson: Prestaféiag.ritiB.
logað hafði öldum saman, slöknaði, en djúp vötn þornuðu
upp. Sennilegt er, að landskjálftar, sem gengið hafa í Persíu
um þessar mundir, hafi síðar verið settir í samband við fæð-
ingu spámannsins. Þegar sveinninn var 2ja mánaða gamall
andaðist Abdallah faðir hans. Abdallah var maður í miklu
áliti sakir atgerfis og prúðmensku, en fátækur var hann og
lét því lítið eftir sig. Múhameð var um hríð undir umsjón
móður sinnar. Hún fékk honum fóstru — Halímu að nafni —
og gekk hún honum í móðurstað. Margt furðulegt kunna
menn að segja frá æsku Múhameðs. Og skal hér nefnt eitt
dæmi. Sveinninn Múhameð og Masruh fóstbróðir hans voru
að leikum úti á mörkinni. Komu þá af himnum ofan tveir
menn skrýddir hvítum klæðum. Þeir tóku hinn unga Korajsíta,
þ. e. Múhameð, og opnuðu brjóst hans. Masruh hljóp ótta-
sleginn heim til Halímu og sagði henni atburðinn. En eftir
það þorði hún ekki að hafa sveininn lengur og færði hann
móður hans. Móðir hans tók hann með sér til Vatreb, þ. e.
Medína, og dvaldi þar um hríð, en litlu síðar andaðist hún.
Var Múhameð þá munaðarlaus. Gamli Abd-el-Motalleb afi
hans tók hann þá að sér og reyndist honum mjög vel. En
hann var gamlaður mjög um þessar mundir og lézt nokkru
síðar, 110 vetra gamall. Abú-taleb hét maður, föðurbróðir Mú-
hameðs. Hann tók bróðurson sinn að sér og upp frá því var
Múhameð í Mekka. Abú-taleb var kaupskaparmaður og rak
verzlun eins og flestir Korajsítar, með því að landið umhverfis
Mekka var ófrjótt mjög og brunnið af sólu og því óhæft til
akuryrkju. Þegar Múhameð var nægilega vaxinn tók Abú-taleb
hann með sér á ferðum sínum til Sýrlands, en þangað átti
hann aðallega erindi í verzlunarsökum. Múhameð var nú 13
vetra gamall, en hafði gáfur og íhygli um fram aldur sinn. A
ferðum sínum komu þeir frændur eitt sinn til Bosra, sem er
forn borg á Sýrlandi. Þar var klaustur og ábótinn hét Ba-
híra. Hann tók forkunnar vel í móti Múhameð og Abú-taleb
og er hann hafði virt sveininn fyrir sér, mælti hann við Abú-
taleb: »Hverf þú aftur til Mekka með bróðurson þinn. Gættu
hans vel fyrir svikráðum Gyðinga. Vaktu yfir honum, en fram-