Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 136
Prestaféiagsritio. Múhameð og íslam. 131
tíðin mun gera hann frægan«. Abú-taleb tók við embætti
Abd-el-Motallebs og gerðist gæzlumaður helgistaðarins Kaaba,
sem fyr er getið. Sökum stöðu sinnar var hann í miklu áliti.
Hann umgekst hina göfugustu Araba og þannig komst Múha-
með brátt í kynni við tigna menn og ávann sér hylli þeirra
og aðdáun sakir mannkosta og snyrtimensku. Hann var manna
fríðastur sýnum og glæsilegur mjög í framgöngu og mæta vel
skapi farinn. Bárust fljótt af honum sögur sakir atgerfis og
fékk hann að viðurnefni Elamin, þ. e. hinn óbrigðuli, sem
víkur að því, að álitið var að Múhameð kynni rétt skil á öll-
um hlutum. Og þessu frábæra áliti sínu meðal samborgara
sinna hélt Múhameð alla tíð, þar til hann sem postuli Guðs —
Rasúl Allah — hóf upp raust sína gegn afguðadýrkun þjóðar
sinnar. Snemma þótti hann vígur vel og gekk ótrauður fram
í orustu. Hann kostaði kapps um uð rækja störf sín eftir
óskum föðurbróður síns Abú-talebs og var honum því mjög
hjartfólginn.
Kona hét Kadidsja. Hún var ekkja og stórauðug. Hún
hafði spurnir af Múhameð og þótti hann vænlegur til forstöðu
fyrir verzlunarferðum sínum. Hún fór þess á leit við hann, að
hann gengi í sína þjónustu. Hann lét til léiðast, með því að
honum var heitin sæmd og ríkuleg laun, ef alt gengi að ósk-
um. Skömmu síðar fór hann til Sýrlands og Ieysti starf sitt
vel af hendi og kom heim með gull og gersemar. Kadidsja
hafði þegar áður en hann fór til Sýrlands fengið ást á hon-
um og þráði afturkomu hans. »Hún fann að hjarta sitt var
algerlega á valdi Múhameðs*, segir Abúl-Feda. Hún duldi
hann ekki, hvað henni bjó í huga, en játaði honum ást sína.
Múhameð tók ást hennar og kvæntist henni. Abú-taleb ásamt
höfðingjum Korajsíta sagði fram hjúskaparformálann á þessa
leið: »Lof sé guðunum, sem látið hafa oss fæðast sem afkom-
endur Abrahams og ísmaels. Lof sé guðunum, sem gert hafa
oss erfingja hinna helgu staða, gert oss að gæzlumönnum
helgidóms pílagrímanna (þ. e. Kaaba) og dómurum manna.
Múhameð, sonur Abdallah, bróðursonur minn, er maður fá-
tækur, en hann er öllum ættmönnum vorum fremri að fegurð,