Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 138
Prestaíéiagsritiö. Múhameð og íslam. 133
sóknir gríska ríkisvaldsins urðu til þess að ýmsir kreddu-
flokkar leituðu inn í Arabíu. Grísku keisararnir voru svo
heimskir, að láta sig meiru skifta guðfræðingadeilur innan
kirkjunnar, en öryggi ríkisins, sem var í hættu vegna árása
Persa. Arabar hins vegar voru flestir fjölgyðistrúar og mjög
mikið kvað að forfeðradýrkun á meðal þeirra. I musterinu
Kaaba voru t. d. ekki færri en 100 goðamyndir. Þannig var
trúarlega ástandið í Austurlöndum þegar Múhameð fór að
hyggja á nýja trúarsmíð. Trúarhöfundur Gyðinga (Móse) hafði
gefið þeim sitt lögmál og Kristur hafði flutt sinn gleðiboð-
skap, sitt evangelíum. Nú vildi Múhameð ekki koma tóm-
hentur til þjóðar sinnar. Á þessum árum hefir hann senni-
lega búið sig undir samning Kóransins, sem orðið hefir alt
í senn: biblía, lögbók og þjóðfélagsfræði allra Múhameðs-
manna. Múhameð hafði marga þá kosti sem miklu skifta fyrir
trúboða. Hann var eins og fyr segir flestum mönnum glæsi-
legri; hann var og tungumjúkur og málsnjall og ímyndunarafl
hafði hann í ríkum mæli. Hann var skáldlegur og háfleygur í
ræðum sínum og má sjá þess merki í sumum hlutum Kór-
ansins. Hann var auk þessa afburða skarpvitur stjórnmála-
maður og mannþekkjari og keypti ætíð hentuga tímann. Og
enn var hann einhver snjallasti herforingi sinna tíma. En hann
var maður nálega ómentaður og kunni varla að lesa eða
skrifa. Skal nú hafin frásögnin á ný, en fljótt verður yfir
sögu að fara.
Múhameð var 40 ára að aldri. Tíminn var fullnaður og
stundin komin, er Allah opinberaði honum köllun hans. Sam-
kvæmt venju sinni gekk hann í hellinn í Hara og með hon-
um nokkrir þrælar. Það var næstu nótt, að Múhameð birtist
sýn. Gabríel engill kom af himnum ofan og sagði við hann:
j>Lestu«. »Ég kann ekki að lesa«, svaraði Múhameð. »Lestu«,
sagði engillinn, »í nafni Guðs sem dýrka ber — sem skapað
hefir manninn með því að sameina karl og konu. Lestu,
í nafni Guðs, sem kent hefir manninum að þjóna sér með
pennanum. Hann lét glampa í sál hans geisla vísindanna«.
Þannig er lýst hinni fyrstu opinberun.