Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 141
136 Ragnar Ófeigsson: Pr.jf»féi«2«riti8.
herjaði á Egiptalandi. Munnmælin segja, að Ómar hafi verið
ráðinn til höfuðs »spámanni hinna rétttrúuðu*, en á leiðinni
heyrði hann lesinn þann kapítula Kóransins er hefir að yfir-
skrift »Guð í upphæðum.« Varð hann svo snortinn af fegurð
og flugi stílsins, að hann tók tru á sömu stundu — og fór
rakleiðis á fund Múhameðs, sem sanntrúaður lærisveinn! Um
þessar mundir andaðist Abú-taleb — fjörgamall —■ og litlu
síðar kona Múhameðs Kadidsja. Harmaði hann þau bæði, en
einkum konu sína. Með henni átti hann 4 sonu og dóu allir.
Frumgetinn sonur hans hét Kasem og því nefndi Múhameð
sig löngum Abúl-Kasem Múhameð, þ. e. faðir Kasems,
Múhameð, eins og siður er meðal Araba. 4 dætur átti hann
og með konu sinni og lifðu allar og giftust. Frægust þeirra
er Fatíma er síðar var gefin Alí. Vildi Múhameð launa hon-
um trúa þjónustu og gifti honum þessa dóttur sína, er hann
unni mest. Frá brúðkaupi Alí og Fatímu er sagt á þessa leið:
»Spámaðurinn leiddi dóttur sína til sonar Abú-talebs, þ. e.
Alí. Hann gekk á undan henni. Til hægri hliðar Fatímu gekk
Gabríel engill — til vinstri Mikjáll. 70000 engla voru í brúð-
arfylgd hennar. Þeir sungu lofsöngva Guði til dýrðar, alt til
þess er morgunroðinn kom á austurlofti*.
Eftir dauða Abú-talebs hófst ofsókn á hendur Múhameð.
Fylgdarmönnum hans var ekki vært. Fóru sumir til Abessiníu,
en aðrir flýðu víðsvegar um nágrenni Mekkaborgar. Meðal
þeirra var Múhameð. Hann hafðist við um hríð í fjallinu
Safa. Þegar helgidagar stóðu yfir og pílagrímar streymdu
til Kaaba, hélt Múhameð inn í borgina og boðaði trú á Allah.
Það var honum óhætt, því að grið voru sett. Gaf hann sig
þá helzt á tal við framandi menn. Einu sinni gaf hann sig á
tal við 6 borgara frá Vatreb. Hitti hann þá utanborgar. Hann
boðaði þeim trú — íslam — og hreif þá með málsnild sinni.
Þeir hlustuðu með athygli. Múhameð sá, að hann náði tökum
á þeim og hafði upp fyrir þeim nokkur vers úr Kóraninum,
þar sem hann lýsti hátign Guðs allsherjar með frábæru
ímyndunarafli og í skáldlegum búningi. Vatrebbúarnir urðu
stórhrifnir og trúðu köllun hans. Brennandi í anda boðuðu