Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 147
142 Ragnar Ófeigsson: Pre«iafé!agSriti8.
Þegar honum elnaði sóttin, óskaði hann að eyða síðustu
stundum hjá hinni viðkvæmu Afeshu, er hann elskaði mjög.
Frá henni hafa menn eftirfarandi sögu: Síðustu 3 dagana
kom Gabríel engill iðulega til hans. Hann spurði spámanninn
hvernig honum liði. Föstudaginn, daginn sem hann skildi
við, barði engill dauðans að dyrum. Og er Gabríel varð hans
var, gerði hann Múhameð varan við. »Sjá, hér er engill
dauðans«, sagði hann, »og spyr hvort hann megi koma.
Þú ert fyrstur dauðlegra manna, sem hann hefir svo mikið
við«. »Komi hann«, svaraði Múhameð. Hinn hræðilegi sendi-
boði kom að hvílu spámannsins og mælti: »Ó postuli Guðs,
ó Múhameð, hinn eilífi hefir sent mig til þín. Hann hefir
boðið mér að gera vilja þinn. Hvort sem þú býður mér að
taka sál þína eða láta hana lausa, hlýði ég«. »Taktu hana«,
svaraði Múhameð. »Guð þráir mjög að sjá auglit þitt«,
sagði Gabríel. »1 hinsta sinn snerta iljar mínar þessa jörð.
Framar sést ég eigi, ég flýg frá þessum heimi*. Á sömu
stund hafði engill dauðans rekið erindi sitt. —
Abúl-Feda lýsir útliti spámannsins á þessa leið: Hann var
meðalmaður vexti, höfuðstór, hafði tinnusvört augu, bleik-
rauður í andliti, skeggið þétt og fór vel, útlimastór. Sami
höf. lýsir honum nánar þannig: Hann var spakur að viti og
hafði frábært minni. Talaði venjulega fátt og hafði mætur á
þögn. Hann var þægilegur í viðræðum og samur í framkomu
við hvern sem hann átti, hvort sem hann ræddi við fá-
tækan eða ríkan, vesælan eða voldugan. Aldrei fyrirleit
hann fátækling sökum fátæktar, né virti ríkan mann sökum
auðlegðar. Hann hlýddi með þolinmæði á hvern, sem við
hann talaði. Spámaður Araba kveikti sjálfur upp eld sinn og
matbjó stundum sjálfur fyrir gesti sína. Svo var hann óbrot-
inn í háttum. — Lýkur hér æfisögu hans.
Þá trú er Mahúmeð boðaði, nefndi hann íslam, þ. e. undir-
gefni undir Guðs vilja. Heimildir Islams eru í hinum svonefnda
Kóran — það er biblía íslamsmanna. Orðið Kóran er leitt