Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 148
Prestaféiagsritiö. Múhameð og íslam. 143
af sögninni karan sem þýðir að lesa — og kóran merkir
því lestur eða jafnvel »það sem lesa ber«. Kóraninn er í 114
kapítulum. Hver kapítuli heitir Súra. Súrurnar eru mjög mis-
langar — hinar lengstu eru fremst. Kóraninn er yfir höfuð
mjög óskipulega saminn og kapítulunum alls ekki raðað eftir
aldri. Talið er að 96. Súran sé elzt, því að hún virðist
geyma fyrstu opinberun spámannsins. Kóraninn varð til á þessa
leið, samkvæmt réttri(!) trú: Guð birti spámanninum smám-
saman innihald hins himneska Kórans — eftir því, sem ástæð-
ur voru til. Hver opinberun var rituð jafnóðum eða geymd-
ist í minni manna. Þannig var Kóraninn að myndast alla spá-
mannstíð Múhameðs. Að honum látnum lét kalífinn Abú-bekr
safna saman og rita í einni heild allar opinberanir spámanns-
ins, sem mönnum var kunnugt um. Víða kennir mótsagna í
ritinu og víða lítt mögulegt að skilja meininguna, sökum þess
að margar opinberanir eru í sambandi við atburði löngu
gleymda. Það var eitthvert hið mesta snjallræði spámannsins,
að hann hafði ekki kallað Kóraninn af himnum ofan í einu
lagi, heldur smámsaman, og gat því jafnan hagað seglum
eftir vindi og fengið opinberun, þegar eða hvenær sem
Guð þurfti að skakka leikinn. Kom það sér vel, ekki sízt í
einkamálum spámannsins. Er bezt að taka það fram hér, að
í upphafi starfsemi sinnar virðist Múhameð hafa verið einlægur
trúboði, og rangt væri því, að kalla hann vitandi falsspámann
á því tímabili. En þegar pólitík og eigin hagsmunir komu
til skjalanna, eftir flóttann, sýnist undirhyggja og óhreinar
hvatir að stýra gerðum hans og lita opinberanir hans. Enginn
efi er talinn á því, að Múhameð sé í raun og veru höfundur
Kóransins, — en íslamsmenn telja þó sjálfan Allah vera höf-
undinn, enda lýsti spámaðurinn yfir því, að hann talaði fyrir
munn Guðs. Stíll Kóransins og mál er talið fyrirmynd, sí-
gild fyrirmynd, enda engin furða, þegar rithöfundurinn er Guð
sjálfur! Óhugsandi er að nokkur talaði eða ritaði betri ara-
bisku en Guð sjálfur! Ritmál Araba er enn í dag mál Kór-
ansins, en talmálið er harla fjarri því á vorum dögum. Mikill
kraftur og eldur er víða í máli Kóransins, ekki sízt í þeim