Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 149
144 Ragnar Ófeigsson: Prestaféiagsritið.
Súrum, er fjalla um upprisu og efsta dóm. Skal nú í fám
orðum lýst höfuðkreddum íslams.
Meginatriði í boðskap Múhameðs var þetta: Guð er einn
og Múhameð er spámaður hans. Frá Því hvikaði Múhameð
aldrei, — nema einu sinni af pólitiskum ástæðum, er hann
lýsti yfir því, að Mekkagoðin væru guðlegar verur og mátt-
ugar til fyrirbæna hjá Guði. Gerði hann það til að vinna
hylli óvina sinna, heiðingjanna í Mekka. En bráðlega sá
hann sig um hönd og kallaði aftur opinberun þessa, er djöf-
ullinn hefði blásið honum í brjóst. Einhver fegursti kafli Kór-
ansins er frásögnin um það, er Abraham á að hafa komist í
skilning um, að Guð væri einn. Segir svo í 6. Súru: »Þegar
nóttin kom, sá hann, þ. e. Abraham, stjörnu og hann sagði:
Þetta er drottinn minn! En þegar stjarnan hneig sagði hann:
Eg hirði ekki um það, sem hnígur. Og er hann sá mánann
hefjast á loft, hrópaði hann: Þetta er drottinn minn! En
þegar hann hvarf, mælti hann: Ef þú drottinn ekki leiðbeinir
mér, mun ég verða meðal hinna villuráfandi. Og þegar hann
sá sólina koma upp, sagði hann: Þetta er drottinn minn —
þetta er hinn hæsti! En þegar sólin tók að hníga, sagði
hann: Þjóð mín, ég vil ekki líta við hjáguðum yðar. Eg sný
huga mínum í hreinleika til hans, sem skapaði himin og jörð,
stjörnur, mána og sól, hjáguði vil ég ekki dýrka*. Þessi
trú á einingu Guðs, er enn og hefir ætíð verið höfuðatriði í
hugum Múhameðsmanna. Ut frá þeirri sannfæringu, að Guð
sé einn og enginn hans jafningi, hafa rétttrúaðir Islamsmenn
viðbjóð á þrenningarlærdómi kirkjunnar. Múhameð sjálfur tók
það jafnan skýrt fram, að hann væri ekkert meira en maður,
aðeins stæði hann í nánara sambandi við guðdóminn en þorri
manna. Auðvitað hófu lærisveinar hans hann til skýjanna, en
aldrei hefir þeim komið til hugar, að gera hann Guði jafnan.
Annars aðgreina Íslamítar eða Moslemítar, — en svo eru
Múhameðsmenn nefndir, — Iman, þ. e. kenninguna, og Dív,
þ. e. helgisiðafyrirmælin.
Iman. Höfuðatriði kenningarinnar eru 6. I fyrsta lagi ber
rétttrúuðum manni að trúa á einn Guð — Allah. í 2. Iagi á