Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 150
Preitafeiagiritið. Múhameð og íslam. 145
engla hans. í 3. lagi á ritningar hans. í 4. lagi á spámenn
hans. í 5. lagi á upprisu og efsta dag og dóm, og í 6. lagi
á fullkomna fyrirhugun Guðs, »Prædestination«. Skal farið fám
orðum um hvert atriði.
Guðstrúin. Um hana hefir þegar verið talað.
Englarnir. Hverjum rétttrúuðum manni er skylt að trúa á
engla; hver sá, er neitar tilveru þeirra, er talinn vantrúaður
og trúníðingur. Englarnir eru himneskar verur, sem hvorki
eta né drekka né auka kyn sitt. Þeir hafa ýmiskonar störf
með höndum, í þjónustu Guðs. Sumir syngja honum lofsöngva
um aldur og æfi, aðrir vinna í þarfir manna, t. d. rita niður
gerðir þeirra. Fjórir englar eru sérstaklega nafnkunnir. Skal þá
fyrst frægan telja, engilinn Gabríel, sem þeir nefna stundum
heilagan anda og opinberunarengil. Ætla menn, að hann sé
Guði sérstaklega handgenginn og riti niður dóma Guðs. Þá er
Mikjáll, hollvættur Gyðinga, Azrael, engill dauðans, sem skilur
sálina frá líkamanum í andlátinu, og loks Israfíl, lúðursveinn
Guðs á efsta degi. Ennfremur ber mönnum að trúa því, að
hverjum manni fylgi verndarengill. Meðal englanna er djöf-
ullinn, sem þeir nefna Eblis. Halda sumir, að það nafn sé
gríska orðið diabolos. Hann er fallinn engill. Annars kveður
lítið að djöflatrú í Islarn, enda á djöfullinn varla heirna í hug-
um Múhameðsmanna, sem þola ekkert og engan við hliðina á
Guði. Enn trúa menn, að til séu ósýnilegar verur, sem þeir kalla
Djin. Verur þessar eru síðri englum, en fremri mönnum,
sumar góðar, sumar vondar. Háttsemi þeirra er svipuð hátt-
semi manna. Trúin á þessar verur eða anda er af gyðing-
legum rótum runnin, eins og svo margt í Islam.
Ritningarnar. Hóraninn kennir, að Guð hafi opinberað vilja
sinn á ýmsum tímum gegnum munn spámanna. Er talað um
104 helgar bækur, sem opinberað hafi leyndardóma Guðs.
Allar þessar helgu ritningar eru nú glataðar, nema Kóraninn.
Að vísu viðurkennist, að lögmál Móse, sálmar Davíðs og
evangelíum ]esú hafi verið heilög rit, en að dómi Múhameðs
er flest í ritum þessum, í núverandi mynd þeirra, falsað og
afbakað. Þó vitnar Kóraninn í þá staði í ritum þessum, er
10