Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 153
148 Ragnar Ófeigsson: Prest«féiaS«riti8.
hameð lýsti yfir því, að enginn nema Guð einn vissi hvenær
dómsdagur yrði. Gabríel engill kvaðst ekkert um það vita,
þegar spámaðurinn spurði um efsta dag. En undanfari upp-
risu, efsta dags og dóms, eru margvísleg undur og fyrirbrigði,
sem of langt yrði hér upp að telja. Þegar upprisan er fyrir
höndum heyrist hinn fyrsti lúðurhljómur. Skelfast þá allar
skepnur, eins maðurinn sem ormar í moldu. Litlu síðar heyr-
ist enn Iúðurhljómur Israfíls — og deyja þá allar skepnur,
bæði á himni og jörð, nema þær sem Guð tekur til sín,
og síðastur allra engill dauðans. Loks gellur síðasta og þriðja
lúðurkallið, og Israfíl, Gabríel og Mikjáll safna saman öllum
líkamsleifum, og vekja duft líkamanna af skauti jarðar. En
Israfíl setur lúðurinn sér á munn og kallar sálir allar inn í
lúður sinn, og er hann blæs í hann, fljúga sálirnar eins og
býflugur í allar áttir og leita uppi líkamana og sameinast þeim.
Því næst hefst dómurinn. Guð birtist í skýjum í dýrðarljóma.
Ganga þá spámennirnir allir fyrir drottin og biðja sér líknar,
en Múhameð biður og líknar öllum trúuðum mönnum. Þá
koma englarnir með bækurnar og samkvæmt þeim dæmir Guð
réttlátum dómi. En hver og einn freistar að réttlæta sig.
Jafnvel líkaminn reynir að velta sökinni yfir á sálina og sálin
á líkamann. En drottinn mun dæma bæði líkama og sál,
samkvæmt dæmisögunni um konunginn, er setti gæzlumenn í
ávaxtagarð sinn. Var annar blindur en hinn lami. Hvorugur
þeirra fékk náð ávöxtum trjánna af eigin ramleik. En lami
maðurinn komst á herðar hinum blinda og tók forboðinn á-
vöxt. Urðu báðir sekir. Svo fer um líkama og sál. Þegar
lokið er dómi, ganga bæði góðir og vondir yfir brúna A! Sirat,
sem liggur yfir miðju helvíti. Hún er skarpari en hnífsegg.
Góðar sálir komast klakklaust yfir og inn í Paradís, en vondar
sálir missa fótanna og hrapa í helvíti niður. — Múhameð hefir
ægilega lýst kvölum fordæmdra. Er helvíti skift í 7 vistar-
verur, og er hver niður af annari. Efsta hæð helvítis er ætluð
óguðlegum Múhameðsmönnum, önnur Gyðingum, þriðja kristn-
um mönnum. Neðsta hæð helvítis er bústaður hræsnara,
hverrar trúar sem þeir voru. Oflangt mál yrði að lýsa nánar