Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 154

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 154
Prestaíéiagsritio. Múhameð og íslam. 149 ógnum helvílis, aðeins skal þess getið, að »vantrúaðir« menn kveljast þar um eilífð, en »trúaðir« syndarar, þ. e. Islamítar, eiga þaðan afturkvæmt, þegar lokið er hæfilegri refsingu fyrir yfirsjónir þeirra. Vantrúin ein er dauðasynd. — Enn má nefna svið, er liggur milli helvítis og Paradísar og þeir kalla E1 Araf. Er það talið bústaður þeirra sálna, er hvorki mega teljast góðar né vondar. — Þegar hinir réttlátu eru komnir yfir brúna, halda þeir rakleitt inn í Paradís. Er sælustaðnum lýst sem yndislegum aldingarði, með ávaxtatrjám af öllum tegundum, en silfurtærar elfur og svalandi lindir eru og höfuðprýði Paradísar. Lýsingum Múhameðs á Paradís svipar mjög til lýsinganna í Heljarslóðarorustu. Hallir miklar eru í sælustaðnum, gerðar af gulli og silfri, stofnar trjánna eru og af gulli og ávextir þeirra sætari en hunang. Meðal Paradísar- halla eru hinar fögru perluhallir, sem þeir nefna Djannat al Nairn. Þar búa hinar töfrandi, dökkeygu Paradísar-meyjar Hur al oqun. Eru 72 þeirra ætlaðar hverjum hinna réttlátu. Það er haft eftir Múhameð, að hinir fátæku gangi fyrir hin- um ríku inn í Paradís, og að meginþorri kvenna lendi í hel- víti, áður en Paradís opnist þeim. Hrífandi söngur Ísrafíls engils ómar í eyrum hinna sælu guðsbarna, en annars er langmest talað um líkamlegan unað. Er mælt, að hver Para- dísarmaður fái 100 manna megin, til þess að geta notið allra unaðssemda og nautna sælustaðarins. Fyrírhugun Guðs. Rétttrúaðir Moslemítar trúa því, að alt, bæði gott og ilt, sé af Guði fyrirhugað frá eilífð, og að vilji manns sé algerlega háður Guðs vilja. I Kóraninum kennir tveggja skoðana, annars vegar að viljinn sé frjáls, hins vegar að alt sé á valdi Guðs, og spámaðurinn lagði jafnan mikinn þunga á síðara atriðið. Guðfræði íslams fer í þessu efni sömu brautir og Kalvín og lærisveinar hans síðar. Forlagatrúin er rík í íslam og hefir svo verið frá upphafi. Þessi trú gagntók hina fyrstu hermenn spámannsins, og síðar hersveitir Kalíf- anna og gerði þær nær því ósigrandi. í hernaði var hugsun þeirra eins og segir í vísunni:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.