Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 156

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 156
Prestaféiagsritíð. Múhameð og íslam. 151 Ölmusugjat'ir og fasta. í hinum fyrsta lærisveinahóp spá- mannsins, voru margir snauðir menn og þurfandi, og var þá fyrirmælt, að hver, sem hefði næg efni, skyldi hjálpa þeim með frjálsum gjöfum. En brátt varð að setja ákveðnar ölmusu- reglur og loks var ölmusu krafist af hverjum manni, sem nokkuð átti, þó eftir efnahag og ástæðum. Fór svo, að ölmususkyldan varð tíundargreiðsla, opinber skattur. — Föstu er krafist af hverjum heilbrigðum manni. Ramadan- mánuður er föstumánuður ársins. Þetta fyrirmæli Kóransins, varð höfuðatriði í íslam: »Þér hinir trúuðu, þér skuluð halda föstu, eins og feður yðar gjörðu, svo að þér lærið að óttast drottin*, og enn fremur þetta: »Ramadan-mánuður, sem helg- aður er af komu Kóransins af himnum ofan til þess að vera leiðarstjarna manna og ljós þeirra i lífinu, er föstumánuður. Hver sem lifir þennan mánuð, er skyldur að halda þessi fyrir- mæli«. En ekki vill spámaðurinn ofþyngja hinum trúuðu, því hann heimilar mönnum, ef á liggur, af gildum orsökum, að fasta á öðrum tíma. »Guð vill hlífa yður, hann vill ekki gera yður erfitt fyrir« segir í Kóraninum, og þessi hugsun virðist mjög einkenna íslam. Það er trú, sem krefur lítilla fórna. Fastan er ströng, að því leyti, að menn mega einskis neyta frá afturelding til sólarlags. En þá hefst nú hátíðin. Þá eta menn og drekka og nóttin líður í glaum og gleði. Og þegar dagur rennur, fara menn að sofa. Föstutíminn, sem vitanlega átti að vera alvörutími, varð glaðværðatími. Pílagrímsferð til Mekka. Það var snildarbragð af spámann- inum, að koma hinni fornu Kaaba-dýrkun inn í hin nýju trúar- brögð. Með því gerði hann leiðina greiða fyrir heiðingja, að taka trú á einn Guð, Allah. í hita trúareldmóðs, þegar spá- maðurinn tók fyrst að boða trúna, barðist hann gegn hinni heiðinglegu hjátrú í sambandi við musterið Kaaba í Mekka, og fyrir þær sakir var hann hataður af samborgurum, sem áttu hagsmuna að gæta. En svo kom pólitíkin og sljóvgaði trúarvandlæti hans; hann sá fram á, að ef hann berðist gegn hjátrúnni á Kaaba, væru trúarbrögð hans feig í fæðingunni. Hann tók þann kostinn að fá hjátrúna í lið með sér og vinna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.