Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 157
Prestafélagsritiö.
152 Ragnar Ófeigsson:
með því hjörlu landa sinna. Vera má og að eimt hafi eftir
af æsku-heiðni spámannsins. Þegar Múhameð tók hina helgu
borg á vald sitt, skömmu fyrir dauða sinn, gekk hann fyrstur
manna í musterið og kysti hinn svarta stein, gekk sjö sinnum
kringum musterið og hagaði sér að öllu, sem heiðingjar, nema
hann lét með öllu útrýma skurðgoðamyndum. Rétttrúuðum
manni er boðið, að fara sem pílagrímur til Mekka — að minsta
kosti einu sinni á æfinni. Vitanlega eru þeir fæstir, sem geta
fullnægt þessu boðorði, en því meiri frami er það, að hafa
komist til hinnar helgu borgar. Hver sá maður nefnist Hadj,
er komist hefir til Mekka sér til sálubóta, og er jafnan mikils
virður af trúbræðrum sínum.
Hér er ekki rúm, til þess að fara frekar út í þessa sálma.
Hér hefir verið talað um þau atriði trúarinnar, sem Múhameðs-
menn nefna stoðir íslams. Auk þessara helgisiða-fyrirmæla er
og í Kóraninum fjölda margar siðareglur. í stuttu máli er
það talið höfuðatriði, að trúa á Guð, Allah, og breyta rétt-
víslega. Þess er krafist, að menn sýni miskunnsemi og góðvild
öllum mönnum, þó eru siðafyrirmælin helzt í gildi gagnvart
rétttrúuðum mönnum, trúbræðrunum. Vfirleitt er andi Kórans-
ins engan veginn kærleiksandi, og siðferði Íslamíta er fegra
en búast mætti við eftir leiðarstjörnu þeirra. Það er og ber-
sýnilegt, að siðleg hugsjón Múhameðsmanna getur aldrei komist
hátt, því að fyrfrmynd þeirra, spámaðurinn, var sjálfur eigi
hreinn í siðferði. En um þetta efni hefir rithöfundur Age Meyer
Benedictsen ritað prýðilega í Prestafélagsritinu 4. árg. 1922.
Af því sem þar má lesa og hér hefir verið sagt um Araba-
spámanninn og trú hans, íslam, geta menn myndað sér skoðun
á persónu hans og starfi. Hefir verið kostað kapps um, að
halla í engu réttu máli.
Ragnar Ófeigsson.