Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 158
Prestafélagsritið.
ERLENDAR BÆKUR
SENDAR TIL UMSAGNAR.
Norskar bækur.
„Norvegia sacra. Aarbok til kunnskap om den norske kirke i for-
tid og samtid. Tredje aargang 1923.“ — Steenske forlag. Kristiania. —
470 bls. í stóru átta blaða broti. — Verð 15 kr. norskar.
Árbók þessi er gefin út að tilhlutun norsku biskupanna, en ritsfjórinn
er prófessor Oluf Kolsrud. Er frágangur bókarinnar hinn prýðilegasti,
hún prýdd fjölda mörgum myndum og efnið margbreytilegt og fróðlegt.
Ekkert sparað til þess að gjöra hana vel úr garði, enda norsku kirkjunni
til hins mesta sóma. Vildi ég óska að sem flestir af prestum vorum eign-
uðust þessa ágætu bók, sem flytur margvíslegan fróðleik um kirkjunnar
málefni og kirkjunnar menn og vekur til umhugsunar með lýsingum sín-
um og skýrslum.
Af ritgerðum kirkjusögulegs efnis munu einkum þrjár vekja eftirtekt
vor íslendinga.
Ein þeirra er eftir biskup vorn: „Den islandske Kirkes Kaar under
Katolicismen.“ Er það fyrirlesfur sá, er hann flutti við háskólann í
Kristianíu 25. sept. 1923. Segir hann þar frændþjóð vorri í stuttu og
skýru máli frá kristni lands vors í katólskum sið og dregur ekki dul á
til hvers afskifti frá Noregi af kirkjumálum vorum hafi leift. Mun erindi
þefta Iesið með athygli um öll Norðurlönd.
Önnur ritgjörðin heitir: „Hans Nielsen Hauges fangenskap. Doku-
menter fra aarene 1804—1814. Samlet og utgit af Oluf Kolsrud." Er
hin átakanlega harmsaga um fangelsisvist Hauges hér sögð að nýju til
minningar um, að 100 ár voru Iiðin 1924 frá dauða þessa merkilega
manns. En sagan er hér ekki sögð á vanalegan hátt, heldur með því að
birta málsskjöl, bréf og vottorð, er fangavist Hauges varða. Opnast á
þann hátt innsýn í hugsunarhátt norsku þjóðarinnar um og eftir alda-
mótin 1800 og haldið er upp fyrir manni merkilegum aldarspegli, er sýnir
réttarfar í Noregi um þær mundir og margt annað, sem fróðlegt er að
kynnast.
Þriðja ritgjörðin, sem sérstök ástæða er til að benda á, heitir: „Lars
Skrefsrud i Bodsfængslet“, og er eftir O. C. Breda, fangelsisprest í