Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 160
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
155
Þar er mikill félagsskapur um trúmál og margir þeir menn og konur,
sem fúsir eru til aö leggja fram fé og krafta til blessunar þeim marg-
víslega félagsskap.
Þeir sem vilja lesa Arbók norsku kirkjunnar munu ekki Ieggja hana
frá sér að afloknum lestri án þess að hafa eitthvað á henni grsett, — án
þess að hafa auðgað huga sinn að fróðleik og ýmsri nytsamri þekkingu,
bygðri á reynslu frændþjóðar vorrar.
„Norsk teologisk tidsskrift. ]ubilæumsaargang“. Kristiania. Grön-
dahl 6í Söns forlag. 1924.
Þetta er 25. árgangur tímaritsins og hefir það, sem vænta mátti, flutt
margar vel ritaðar og fróðlegar ritgjörðir á öllum þessum liðnu 25 árum.
Flytur fyrsta hefti þessa árgangs ítarlega skrá yfir efni allra 25 árgang-
anna og nöfn allra þeirra, sem í tímaritið hafa skrifað á þeim árum.
Annars er merkilegt, að tveir af ritstjórunum, prófessorarnir Lyder Brun
og S. Michelet, hafa verið í ritstjórninni öll 25 árin. Þriðji útgefandinn
er nú prófessor Oluf Kolsrud og sá fjórði, presturinn S. Bretterville
Jensen, stjórnar sérstakri deild ritsins, er flytur ritgjörðir um kennimann-
Iega guðfræði.
Fimm hefti og aukahefti, með ritgjörð á þýzku, hafa komið út af
tímaritinu á hinu liðna júbíleumsári þess. Eru í árgangi þessum margar
góðar ritgjörðir, sem íslenzkir prestar myndu hafa ánægju af að Iesa.
Meðal þeirra má nefna: „Kristendom og gudstjeneste" eftir S. Bretteville
Jensen prest, og „Th. Klaveness som prædikant" eftir prestinn A. Sver-
drup. Er það löng grein, um 50 bls., og lýsir ítarlega og fróðlega helztu
einkennum Klaveness sem prédikara. En mest mun þó íslenzkum prestum,
er kynnast vilja kirkjulífi Norðmanna til hlítar, þykja varið í lýsingu eftir
prófessor dr. Andreas Brandrud um: „Norsk kirkeliv under efterkrigs-
aarene (1919—1923)“. Sú lýsing fyllir alt 5. hefti tímaritsins, alls fullar
100 bls., og er svo skemtilega rituð að hrein unun er að lesa. Þar má
fá margvíslegan fróðleik um kirkjulif frændþjóðar vorrar á síðustu árum
og myndu íslenzkir söfnuðir hafa gagn af að kynnast mörgu af því, sem
þar er skráð.
Peter Marstrander: „Den kristelige tro paa underet". Kristiania.
Olaf Norlis forlag. 1924. — 70 bls.
Þessari Iitlu bók er skift í 6 kafla: I. Kristendom og under. II. Hvad
er under. III. Den gamle underopfatning og grundene mod den. IV. Gud
og natursammenhængen. V. Under og bönhörelse. VI. Troen paa underet.
— Framsetning er skýr og skipuleg og bókin ákjósanleg leiðbeining fyrir
þá, er vilja gjöra sér far um að átta sig á erfiða vandamálinu, er bókin
fjallar um.