Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 163
158
Erlendar bækur.
Prestafélagsritiö.
Með ólíkri gætni skrifar nafnkunni enski guðfræðingurinn R. ]. Camp-
bell um þessi efni í hinni vel rituðu bók sinni: „The Life of Christ*.
„Dansk-islandsk Kirkesag. Meddelelser fra Forretningsudvalget“.
Nr. 1—4. Köbenhavn 1924.
Þetta litla félagsblað heldur áfram að flytja kirkjulegar fréttir héðan
að heiman og ýmislegan fróðleik um menn og málefni, er kirkju vora
varðar. Er í þessum árgangi minst íslandsvinarins Jóhan Zerlang, prests
í Suður-Jótlandi, sem þýtt hefir á dönsku ýmsa af ágætustu sálmum vor-
um o. fl. Segir hann sjálfur frá því, hvernig hugur hans snemma hneigð-
ist til íslands, hann lærði mál vorf og fékk brennandi áhuga á að kynn-
ast bókmentum vorum að fornu og nýju og á að útbreiða þekkingu á
þeim meðal landa sinna og allra, er hann náði til. Heitir grein hans:
„Hvordan jeg kom til ad sysle med Islands historie og ándsliv". Lýsir
hann þar meðal annars hvernig hann fyrst kyntist Passíusálmum Hall-
gríms Péturssonar. Það var í Kettinge á Als, þar sem hann þá var
prestur. Þar bjó gömul ekkja, að nafni Katrín Magnúsdóttir. Hún var
íslenzk og hafði fluzt um þrítugt til Als ásamt manni sínum. Hjá henni
sá hann fyrst Passíusálmana, sem öldruðu, fátæku ekkjunni þótti svo
vænt um og kunni enn marga, þótt komin væri um áttrætt. — Zerlang
andaðist 23. ókt 1924 og hafði til hins síðasta sama áhugann á íslands-
málum. Tókst honum skömmu fyrir andlát sitt að fá sálminn: „Alt eins
og blómstrið eina", í danskri þýðingu séra Þórðar Tomasson, styttan,
tekinn í hina nýju sálmabók Suður-Jóta. Var það honum mikið gleðiefni.
— Annars látins erlends íslandsvinar er einnig minst í blaðinu. Það er
stiftprófasts Henrik Hoffmeyer, f. 22. ág. 1865, d. 16. ókt. 1924. Les-
endur Prestafélagsritsins þekkja þennan mikilhæfa kennimann frá grein
hans í 4. árg. ritsins: „Nokkur orð um nýjustu kirkjusameiningarstarf-
semina", og af grein biskups vors í 1. árg. ritsins: „íslenzka kirkjan og
samdrátturinn með þjóðkirkjum Norðurlanda". Er þar sagt frá stofnun
„dansk íslenzku kirkjunefndarinnar" og stiftprófasturinn talinn í fram-
kvæmdarnefndinni. Þar átti hann sæti meðan hann lifði og gerði sitt til
að efla samvinnu og samúðarþel með hinni dönsku og íslenzku kirkju.
Slíkra manna ætti oss að vera ljúft að minnast. — Um fröken Ólafíu
Jóhannsdóttur ritar séra Þórður Tomasson góða grein: „Söster Ólafía",
og fröken Ingibjörg Ólafsson dregur upp eftirtektaverðar myndir af starf-
semi fröken Ólafíu í Kristjaníu, er hún nefnir: „Minder frá Smalgangen“.
— Af öðru, sem blaðið flytur að þessu sinni, má sérstaklega benda á:
„Juleskikke paa Island i ældre og nyere Tid“, eftir frú Margrethe Löb-
ner Jörgensen. S. P. S.