Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Side 7

Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Side 7
127 GuS gefi oss náð sína til þess, aS vjer verðum í tölu þeirra mauna, er slíkt gjöra, og sem elska hann og alla menn, því að kærleikurinn gjörir oss hæfa til að gjöra öllum gott í orði og verki. Hlutir, sem mjer er illa viö að sjá. Jeg hefi óbeit á því, að sjá mann, sem opt tal- ar um hversu inndæll staður himininn er, en gjörir ekkert til þess, að láta heimili sitt líkjast himninum. Jeg hefi óbeit á því, að heyra menn sifellt aumkva aðra í orði, en reyna aldrei að hjálpa öðr- um neitt í verki, þótt hægt sje. Jeg hefi óbeit á því, að sjá mann, sem trúir á Guð og Krist, vanhelga dag Drottins með óþörfu eða ósæmilegu atliæfi. Jeg liefi óbeit á því, að lieyra þjófinn sverja og ákalla Guð til vitnis um, að liann sje salclaus. Jeg hefi óbeit á því, að sjá mann, sem man ept- ir því, sem einhver dóninn sagði jafnvel fyrir 20 ár- um, en man ekki eptir því, sem presturinn sagði í kirkjunni næstliðinn sunnudag. Jeg hefi óbeit á þvf, að sjá fólk vera vingjarn- legt af bæ og við afbæjarmenn, en fúlt og afundið á heimili og við sína nánustu vini. Jeg hefi óbeit á þvf, að sjá föðurinn gjöra hið sama, sem hann ávftar son sinn fyrir, að hann gjöri, eða móðurina ávíta dóttur sína fyrir það, sem hún gjörir sjálf. Jeg liefi óbeit á því, að sjá þann breyta illa, sem á að leiðbeina öðrum og betra aðra.

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.