Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Page 13

Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Page 13
183 orSbragð í viðurvist móður minnar«. »Jú«, sagði læknirinn mjög alvarlegur; »það gjörðir þú; og þú kvaldir móður þína voðalega með því. Nóttina, sem við hugsuðum að þú mundir doyja, stagaðist þú á þessu, í stað þess að biðja Guð. Jeg skal segja þjer, að það er annað að formæla og bölva á götu í stráka- hóp, eða á banasænginni. Sál þín er spegill,- sem kastar frá'sjer öllu því, sem hún sjer eða heyrir, og jeg er hræddur um, aö margur drengur mundi ekki vilja láta forcldra sína sjá og heyra hugsanir sínar, orð og gjörðir, þótt allur lieimur væri í boði«. Þetta fjekk mjög mikið á Karl, og með tárin í augunum lofaði hann lækninum, að hann skyldi aldrei framveg- is hafa slíkt orðbragð; »og«, bætti hann við, »jeg vona, að móðir mín þurfi ekki að fyrirvcrða sig míu vegna í annað sinn«. Þegar Karli var batnað svo vel, að hann gat gengið út meðal manna, tóku drengirnir, er þokktu hann, eptir breytingunni, sem orðin var á honum, og hlógu því að honum; en hann var staðfastur í áformi sínu. Hann gat aldrei gleymt áminningu þeirri, sem liann hafði fengið. Að vera góður. »Hlustaðu á, Jóhanna litla. Þú varst að tala um skemmtilegu piltana, sem þú varst i knattleik við. Jeg vil óska, að þú sjert einnig skemmtileg, og jeg óska einnig, að þú sjert góð<(. »01dungis rjett, móðursystir mín. Talaðu meira um þetta við mig. Jeg læri það, sem mjer er sett

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.