Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Síða 14

Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Síða 14
134 fyrir; jeg svík aldrei aðra, og þú getm' spurt ömnm mína að því, hvernig jeg gegni verkum mínum heima«. »Það er gott«, svaraði móðursystir liennar; »hlustaðu þá á. Drengur — við skulum nefna hann Franz — lauk við skólanám sitt, og varð síðan búðar- maður í stórri sölubúð. Það voru ávallt i búðinni margir karlmenn og stúlkur að vinna að huðarstörf- um allan daginn; stundum var þetta fólk að tala saman sjer til gamans um hitt og annað, þegar það átti ekki mjög annríkt. Franz var mesti snyrtimað- ur, kurteis við hvern mann og vikaliðugur, og öllum fjell liann mjög vel í geð. Húsbóndi hans var dreng- lyndur maður og hafði gott álit á honum, og bœtti við laun lians. Enginn í hinni stóru sölubúð gat haft neitt út á Franz að setja, og hver maður hafði liinar mestu mœtur á honum. Eigandi stór-verzlunar þessarar hafði litla umgöngu um sölubúðina; hann hafði skrifstofu sína uppi á lopti; þar afgrciddi hann peningaílaun lianda sjerhverjum verkamanni sínum. Hvað heldur þú, að Franz hafi gjört? Iíann fór að taka á laun ýmsa fallega smá-hluti, er hann gat komið í vasa sinn, og fór með þá heim til sín. — Sömuleiðis fór hann að stela af peningum, er hann gat komið því við, svo að enginn vissi það. En liver maður hrósaði honum, af því að hann syndist vcra góður. En var hann góður'? Verðskuldaði liann hrós 1« »Nei, langt frá, móðursystir mín! Hann var þjófur«. »En öllum líkaði vel við hann, og hjeldu, að hann vœri prúðmenni.

x

Ný kristileg smárit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.