Syrpa - 01.12.1916, Síða 5

Syrpa - 01.12.1916, Síða 5
SYRPA, 4. HIÍFTI 1916 195 rétt fyrir hádegiS, og ætlaSi eg vestur yfir, Gamli maðurinn meS gráu húfuna var þar fyrir, þegar eg kom. Og staSnæmdi^t eg þá skamt frá honuin. En í sama vetfangi kom bifreiSin skrautlega þar aS, og nam staSar rétt hjá okkur. Tók eg strax eftir því, aS maSurinn, sem stýrói bifreiSinni, var japanskur ; en í aftara sæt- inu sat hvítur maSur, þreklegur og höfSinglegur sýnum og vel bú- inn, og hélt hann á gull-búnum staf. Hann leit út fyrir aó vera um fimtugt, og var lítiS eitt farinn aS hærast. — MaSurinn meS gráu húfuna gekk strax aö bifreiSinni, þegar hún stöSvaSist, brá hægri hendinni upp aó hægri augabrúninni og sagSi á íslenzku: “Skipió er ekki komiS — ekki komiS !” Og um leiS steig hann upp í bifreiSina, og settist viS hliSina á hinum höfSinglega manni. Hinn höfSinglegi maSur kinkaSi ofur- lítiS kolli, en sagSi ekkert, svo eg heyrói. — Svo þaut bifreiSin aftur á staS og stefndi til Shauglinessy-hæSa. . Eg varS alveg hissa aS lieyra mann þenna mæla á íslenzku, því eg hafði alt af haldiS, aS hann væri enskur, skozkur, eSa írsk- . ur. En hverrar þjóóar sem hann nú var, þá mælti hann á ís- lenzka tungu ; um þaS var eg alveg sannfærSur, því hann sagSi þessi orS bæSi hátt og skýrt: “SkipiS er ekki komiS!” Og hann endurtók tvö síSustu orSin, og lagSi á þau sérstaka áherzlu. Nokkru fyrir hádegið, daginn eftir, gjörSi eg mér ferS yfir á Granville-brú, og beiS þar eftir gamla inanninum, sem hafSi gráu húfuna. Og ekki hafði eg lengi beSið þar, þegar eg sá hann koma norðan strætiS, og nema staSar viS brúarsporSinn. Eg gekk til hans. “Sæll vertu !" sagSi eg á íslenzku. “Ertu ekki íslendingur ?” Hann horfSi fyrst nokkur augnablik á míg, eins og liann væii aS reyna til aS koma því fyrir sig, hver eg væri. Og þá tók eg eftir því, aS einliver undarlegur eiróarleysis-svipur var á augum hans. En þau voru blágrá og smá. “Þaó geta veriS skiftar skoSanir um þaS, hverrar þjóSar maS- ur er, ” sagSi hann á íslenzku, og talaSi nokkuS hátt, eins og maS- ur, sem heyrir illa. “Þó einhver mæli á spánversku, þá getur hann verið norskur eSa danskur fyrir því. Og hver mundi vilja kalla þann mann íslenzkan, sem fæddur er og uppalinn í Aiueríku, jafnvel þó hann skildi ekkert mál annaS en íslenzku ? — En skipió er ekki komiS !” “HvaS heitir þú?” spurSi eg eftir aS hafa sagt honum nafn mitt.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.