Syrpa - 01.12.1916, Side 9

Syrpa - 01.12.1916, Side 9
SYRPA 4. HEETI 1916 199 miklu á tólftu, þrettándu, fim- tándu og sextándu öld höfóu ekki skotið íbúunum eins mikinn skelk í bringu. GarSarnir brotnuSu í sjö stöS- um : rétt hjá Rotterdam í NorS- urbrabaut, viS Amersfoort og Nykerk, meS fram Elem ánni, nálægt virkjunum Muiden og Naarden og í grend viS Ann- Paulowna. Allir þessir staSir eru norSan til á Hollandi. Eigna- tjóniS á þessu svæSi varS meira en nokkur dæmi eru áSur til um síðast liSnar fimm aldir. AS eins eitt flóS, sem sögur fara af, sánkti Elizabetar fllóSiS svo nefnda 1421, gjörói meira tjón, þá týnd- ust 10,000 manns, semhurfu með öllu í sjóinn, en 100,000 lík fund- ust. Þegar storminn tók aS lægja voru hermenn sendir í bátum út um alt til aS bjarga þeim sem enn þá voru lifandi á húsaþökum og í tírjám, og til þess aS hirSa líkin, sem þeir fyndu. Alt vara- liS landsins var kallaS saman á einum degi og sett, ásamt megin- herliSinu, til þess aS gera viS flóSgarSana af kappi áSur en næsti noróvestanstormurinn skylli á. HeimsstríSiS mikla er orsök þess sem skeSi á Hollandi 13. janúar. Þegar ófriSurinn byrj- aSi, var hætt viS aS þurka upp Zuider-sjóinn, sem Hollendingar höfSu veriS aS búa sig undir meS aS þurka upp, og átti rétt aS fara aó byrja á verkinu. Zuider- sjórinn er langur flói, sem geng- ur inn í landiS. Hann myndaS- ist í flóSunum miklix á þrettándu öld; og þaS er inn í gegnum hann, sem hafið leitar á land. Jafnvel í kyrru veSri leitar sjór- inn þar á land upp og verSur stöSugt aS varna flóanum þess aS hann teygist lengra inn í landiS. Flóinn er mjög grunniir, meSal dýpi í honurri er ekki meira en tólf fet. Flóamynnið er hér um bil tuttugu og fimm mílur enskar á breidd, og er gjört ráS fyrir aS bygSur verSi afar rammgjörSur flóðgarSur 230 feta breiSur þvert yfir þaS. FlóSgarðurinn sjálfur á aS kosta um f jórtán miljónir dala, og er þá ótalinn kostnaður- inn viS aS þurka flóann' eftir aS hann hefir veriS skilinn frá haf- inu. Á þessu verki hefði veriS byrjaS, ef friSur hefSi haldist í NorSurálfunni. Fyrirtæki þetta afstýrir ekki aS eins stærstu hættunni, sem vofir yfir landinu, heldur bætir þaS einnig viS yrkilegt land sem svarar einum fjórtánda hluta af öllu nýtilegu landi á Hollandi. Zuider-sjórinn þekur svæSi, sem er næstum því eins stórt og Rhodes Island fylkiS í Banda- ríkjunum. FyriráriS 1219, þeg- ar langvinnir norSvestanstormar veltu öldum hafsins yfir þaS, var svæói þetta fult af fenjum, en á milli þeirra var þurt land, og voru mörg hundruS bæir og smá- þorp þar. Þegar sjórinn æddi

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.