Syrpa - 01.12.1916, Page 23

Syrpa - 01.12.1916, Page 23
SYRPA, 4. HEFTl 1916 * 213 á öræfin til þess að leita, en alt- af höfðu þeir komið jafnnær til baka—aldrei komist á snoðir um híbýli porleifs. En ætíð komu þeir með ó- grynni af reifarasögum um þorleif; svo sem það, að hann hefði brotist inn í hvert Selið á fætur öðru, stolið þaðan hinu og þessu verðmæti. peir sögðu líka, að einhverir bændanná hlytu að vera í vitorði með hon- um og mundu aðvara hann, ef þá grunaði að eitthvað ískyggi- legt kynni að vera í aðsigi. peir sögðu einnig, að bændurnir hefðu jafnaðarlega lofað allri aðstoð þeim til handa, til þess að krækja í sökudólginn, en þeir kváðust vera hræddir um, að slík loforð hefðu að eins verið fagurgali, til þess að beina frá sér grun. peir sögðust vita, að porleifur gamli læddist til bæj- anna á næturþeli, guðaði hljóð- lega á skjáinn og skifti svo við bændur á garni því, er þau Sig- ný spynnu, fyrir álitlega skjóðu troðfulla af matvælum, enda mundi honum eigi hafa vært orðið, ef bygðarmenn hefðu eigi verið honum mjög innanhand- ar, jafngamall og hann nú var, rétt kominn að áttræðu.— pannig löguð æ-fi var alveg að gjöra út af við gamla mann- inn. Allan guðslangan daginn, frá morgni til kvölds, var hann á ferli um öræfin, alt af í veiði- hug, alt af með hugann þrung- inn af áhyggjum, þó mest Sig- nýjar vegna. Stundum var hann heppinn, en stundum kom hann líka heim í kalt hreysið, með tvær hendur tómar. Oft— ast nær hafði Signý einhverjar spýtur til þess að brenna í hlóð- unum, eða þá moðsalla, svo að sialdan var kuldinn mjög til- finnanlegur. En porleifur var varla fyr kominn inn úr dyrun- um, en að honum fanst hann heyra þrusk á eftir sér. Of- sóknir, eilífar ofsóknir! Lífið var að verða honum óbærilegt, Og í verstu þunglyndisköstun- um raulaði hann hvað eftir ann- að fyrgreindar vísur, er hann hafði sjálfur ort, skjökti fram og aftur um öræfaskýlið og sett- ist að lokum steinþegjandi vif hlóðirnar og starði í eldinn. “Mikil skelfing eru að heyra til þín, porleifur,” sagði Signý; “eins og við megum ekki þakka guði fyrir húsaskjólið; eins o^ það sé ekki margur maðurinn sem hvergi hefir höfði sínu a? að halla. En aldrei get eg skil ið, hvað oroðið hafi af Hans,—að hann skuli aldrei skrifa, e1 hann á annað borð er á lífi.” Signý brá svuntuhorninu upp að auganu, og þerraði nokkui tár, sem féllu hægt niður eftii fölvum vanganum. “Já, oft hefi eg hugsað um Hans,” svaraði porleifur. “Ógæfan sótti hann heim svo skyndilega, að hann fékk ekki ráðrúm til umhugsunar; — samt slcil eg ekki heldur, að hann skuli aldrei hafa sent línu.” “Ef til vill hefir hann lifað flóttamannslífi, eins og við. Ógæfan gerir ekki endaslept við mennina. — Hugsa sér annað eins og það með hann Hans; annað eins stakt góðmenni, sem ekki mundi hafa getað gert flugu mein. Og samt skyldu þessi ósköp koma yfir hann! Veiztu það, porleifur, að dag- inn sem p’orbjörn var fluttur til moldar, fal Hans sig í runna einum, og ætlaði að reyna að sltríða inn undir kistuna svo eng- inn sæi; með því hefði hann fengið uppgjöf sakar; en hann þorði það ekki, þegar á átti að herða.” “Já, örlög sumra manna eru

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.