Syrpa - 01.12.1916, Page 30

Syrpa - 01.12.1916, Page 30
220 SYRPA, 4. HEFTI 1916 “Já, einmitt það. Líklegast er þá engan frið að finna þeim megin heldur?” sagði porleifur lágt, og eftir það svaraði hann prestinum ekki frekar. porleifur var leiddur fyrir réttinn. Kæruatriðin voru mik- il og mörg: hann átti að hafa höggvið og stolið timbri í al- menningi hans hátignar kon- ungsins. Hann átti líka að hafa barið til óbóta mann, sem var að starfrækja lög þjóðarinnar; og innbrot átti hann einnig að hafa framið á seljunum, og þau’ ekki fá. En stærsta og veigamesta á- kæran var legorðssök. Á það atriði lagði hr. Laurits Fólk- varðson mesta áherzluna. pað var höfuðsyndin—við henni lá dauðadómur og ekkert annað. porleifur þverneitaði þeirri kæru. Svo var hann fluttur í fangaklefann, kallaður fyrir á ný, og þannig gekk það koll af kolli. Að lokum fór hann að verða svo sljór og utan við Sig, að hann vissi hvorki upp né niður. Fangavistin ætlaði al- veg ag gera út af við hann— gamla manninn, sem hafði van- ist hinu einkennilega fjalla- frelsi og verið sístarfandi dag eftir dag og ár eftir ár. pegar honum létti, hálf-sá hann eftir því, að hafa gengið á hönd yfir- völdunum, úr því að Signý ekki hafði fengið hvílu í kristinna manna reit. Og hina heilögu kvöldmáltíð gat hann heldur ekki öðlast fyr en hann hefði játað sekt sína,—það hafði presturinn- sjálfur sagt. Hvort það hefði verið munur, að mega helfrjósa eins og frjáls maður inn á öræfum, hjá því að rotna lifandi þar sem hann nú var kominn. Og hefði hann nú verið svo lánsamur að geta laumast brott úr klóm léns- mannsins og prestsins. En engin líkindi voru til þess. Presturinn var sífelt að stagl- ast á sjötta boðorðinu, og varð þvínær hamslaus af reiði, er porleifur sagði honum hrein- skilnislega, að hann hefði stein- gleymt boðorðunum fyrir langa löngu, og hann vissi ekki held- ur hvort hann hefði nokkurn tíma lært þau rétt; því að skóla- meistarinn, sem átt hefði að troða þeim inn í höfuðið á hon- um, mundi tæplega háfa verið bænabókar fær. Og svo hr. Laurits, annar eins framúr- skarandi óþokki; hann var stöð- ugt á hælunum á honum og stagaðist í ákafa á orðum, sem hann hafði sagt nóttina góðu: “Signý, komdu Signý, mér er svo kalt!” Hvernig í dauðan- um gátu þeir «farið að leggja illa merkingu í jafnmeinlaus orð ?” pað var orðið porleifi full- Ijóst, að hægra var að komast í klær yfirvaldanna, en úr þeim aftur. Eina leiðin mundi blátt áfram verða sú, að játa öllutn spurningum yfirvaldanna. Eft- ir því hefðu þau líka alt af ver- ið að sækjast. Hann var hætt- ur að geta fylgst með í öllum þeim dómadags ósköpum, er þeir lásu til skiftis upp úr rétt- arbókunum, en þó fanst honum þeir vera stöðugt eitthvað að tauta um hans eigin játningu. “Gröfin og ekkert annað á hinn sanna frið!” Var ekki óneitanlega býsna mikill sannleikur í stefjunum, er hann hafði sett saman inni á öræfunum ? Að minsta kosti ætl- aði hans eigin reynslusannleikur að verða sá. porleifi fór hnignandi dag frá degi; hann varð hvað eftir annað margsaga fyrir réttinum. Svo var það dag nokkurn, að

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.