Syrpa - 01.12.1916, Qupperneq 42

Syrpa - 01.12.1916, Qupperneq 42
SYRPA, 4, HEFTI 1917 232 Núpi, er farið var að rannsaka bæ- inn ; heyröi eg; hann segja af þvi, all-ýtarlega sögu, þó nú sé hún mér að sumu leyti fallin úr minni. En það man eg að þeir fundu göng eða skot, grafið íi bakvið gaflþilið í bað- stofunni, var það svo Stórt að þar hefði fullorðinn maður getað hafst við. — Hann sagði einnig að því hefði verið staðfastlega trúað, að huldu- fólk væri í Núpnum, sem bærinn tek- ur nafn af. Gömul munnmæli hefðu það og verið, að sami ábúandi mætti aldrei vera meira en 20 ftr á Núpi, cn þessi var byrjaður á 21. árinu, Og hugði að sitja á jörðinni fram- vegis, hvað sem munnmælin segðu. Annað var það að börn bóndans á Núpi, lögðu það í vana sinn að velta grjóti og kasta í tjörn, sem var und- ir Núpnum. Hafði kona Núpsbónd- ans dreymt huldukonu, sem bað hana og aðvaraði um að láta ekki börnin sín vera að velta eða kasta grjóti í tjörnina. En þau héldu hinu sama fram. At þessum ástæð- um áleit Guðbrandur, eða lét svo að reimleikinn hefði verið af völdum Núpsbúanna. Þetta ár þegar Guðbrandur var á ferð í Loðmundarfirði, sem fyr er getið, var hjá Stefáni og Sólrúnu, vinnumaður, sem Gísli hét Jónsson, heldur lítilfjörlegur í sjón og raun. Hjá Ögmundi var smalapiltur, Sig- urður að nafni, Einarsson frá Þránd- arstöðum í Borgarfirði, Einarssonar. Það var alsiða um þessar mundir til sveita á Austurlandi og Iíklega víðar á landinu, að þegar rökkva tók, svo kvennfók sá ekki lengur lil við tóvinnu, eða hvað annað sem starfað var að vetrinum til, lagðist það fyrir, og eins kallmenn, þeir er heima voru, hver í sínu rúmi, var það kallaður kvöldsvefn, rökkur- svefn, eða að “sofa í myrkrinu”. Mjög var það mismunandi hvað lengi var sofið, sumstaðar aðeins litla stund, þar til kveykt var Ijós og sett vaka, sem svo var nefnt, varaði hún vanalega til kl. 11 til 12, svo var það á öllum reglu heimilum. Aft- ur var sumstaðar sofið svo klukku- tímum sk-ifti, síðan vakað, máske til kl. 2 til 3, en á þeim bæjum var sjaldan farið á fætur fyrri en komið var fram á dag. Á Bárðarstöðum voru öll bæjar- húsin í einu þorpi, en baðstofur munu hafa verið tvær, sín fyrirhvern búanda. Þennan vetur verður það til ný- lundu á Bárðarstöðum aðþarkemur upp reimleiki nokkur,’bar mest á því á kveldin er fólk svaf í myrkrinu og svo á vökunni, var húsum riðið og barðar 'þekjurnar all-óþyrmilega að því er fólki virtist. Torfi og skít var kastað í gluggana á baðstofunni og þeir sumir brotnir, ásamt ýmsum öðrum ókyrleika. Eins og vænta mátti þóltu þetta hin vestu viðbrigði, urðu sumir strax allhræddir og töldu þessi undur yfirnáttúrleg. Aðrir létu sér ekki bilt við verða, kváðu þetta glettur einar vera mundu af völdum einhverra heimamanna eða nágranna, reyndu þeir að komast fyrir hvernig þessu væri varið, en tókst það ekki um „sinn. Um Stefán Pálsson er það sagt að svo virtist, sem honum væri ant um að gjöra sent allra mest úr þessu ; hafði hann ýmsar sögur að segja af atferli draugsins eða drauganna, og gaf það fyllilega í skyn að fjarstæði vseri að hugsa sér þetta af manna-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.