Syrpa - 01.12.1916, Page 45

Syrpa - 01.12.1916, Page 45
SYRPA, 4. HEFTI 1916 235 annarsstaS/ir, t. d. í Hringsdal á Látraströnd, þar vaxa hvannarætur franian í ldeyfunum er ekki mátt1 grafa upp sökum ummæla þessara. Nú stalst piltur nokkur til og gróf upp ræturnar, og hélt ekki mundi saka, en næsta kvöld, eöa því sem næst, drápu sig tvær kýr fram af kleyfunum. Þessum gömlu um- mælum þorðu menn alls ekki að breyta á móti. Suðvestur uppfrábænuni á Grund er hóll einn sérstakur, sem kallaður er Skökhóll og dregui nafn sitt af því, að þegar undir fráfærur dróg á sumrum, tóku smalar efcir því, að þeir heyrðu mjög glöggt strokkhljóð í hólnum, þá leið þeirra lá þar um, og voru ætíð geymdar fráfærur þangað til á Grund, hvernig sem annars viðraði. Maður er nefndur Gísli. Hatm var sonur Páls prests Jónssonar er þá var á Völlum (1833—78) í Svar- faðardal en síðar að Viðvík í Við- víkursveit og andaðist þar. Gísli var bróðir Snorra, verzlunarstjóra á Siglufirði, Gamaliels, Gríms, Jóns og Einars verzlunarþjóns á Odde}rri (1901). Kristín hét kona Gísla, Kristjánsdóttir. Gísli bjó fyrst móti föður sínum á Völlum. Svo losnaði Grund sem þjóðjörð og fékk hann hana til ábúðar og alira afnota. Gísli var fábreytinn og laus við öll hindurvitni. Það var á fyrsta bú. skaparári hans á Grund, að hann heyrði getið um ummæli þau er láu á Tungunni, að ekki mætti nyta hana, en hann kvað það hégóma einn og hjátrú, og kvaðst vilja sjá afleiðingarnar, og lét hanti sláhana, enda þótt hann hefði yfirfljótanlegt slægjuland. Svo bar ekkert til ný- lundu fyr en leið fram undir jóla- föstu um veturinn að Gísla dreymdi eina nótt að kona nokkur kom til hans þungbúin og mjög alvarleg á svip; roskin, í gamaldagskvenbún- ingi og sagði hann hefði breytt illa og óhyggilega í því að láta slá Tunguna um sumarið, þar sem hann hefði þó heyrt ummæli þau sem á henni lægju, og hefði nóg slægju- land annað, og kvað hún slíkt ekki mundi duga honum eftirleiðis nema hann skipaðist við. Sagði hún að Tungan væri hinar einu grasnytjar sem hún og karl hennar hefðu búið við allan sinn búskap, og mundi honum þykja það smáir kostir ef hann hefði ekki völ á meiru. Þótt- ist Gísli þá spyrja hana hvar hún ætti heirna. “Eg á heima hérna í Skökhólnum,” sagði hún, “og segi eg þér það í eitt skifti fyrir öll, að ef þú ekki hættir uppteknum hætti að slá Tunguna, þá muntu sjálfan þig fyrir hitta.” Hann þóttist þá segja : “Eg hefi tekið Grund með öllum hennar nytjum og réttindum og einnig fullu eftirgjaldi og þykist því sjálfráður að færa mér öll afnot hennar til nytja, og Tunguna mun eg slá ef mér sýnist.” Þá leit hún til hans svippung og segir, höst í máli : “Jæja, súptu þá úr soðinu.’ Svo hvarf hún.—Það var eitthvað viku seinna að Gísla dreymir, er hann svaf í rúmi sínu, en þóttist þó vaka, og finna einkennilega lykt, þóttist hann þá fara á fætur og ganga fram göngin að eldhúsdyrum er voru að norðanverðu í göngun- um, þykist hann sjá eldglæður nokkrar í hlóðununt, og kventnann krjúpandi framan við þær að blása í

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.