Syrpa - 01.12.1916, Page 55

Syrpa - 01.12.1916, Page 55
SYRPA 4. HEFTI 1916 245 banvænt, að lítil brúga á hnífsoddi banar fulldfSnum manni. Eitrið er sett í kjöt, hrossakjöt, pestarskrokka eöa rjúpnaræksni, og borið út á víðavang, langt burt frá bæjuhi, til þess að hundar gangi ekki í ]tað. Þetta er gert á vetrardag; þá harönar um æti fyrir refinn, svo aö hann lýtur að öllu, sem ætilegt cr. II. Eg v'ar á þrettánda árinu, þegai þessi saga gerðist. Foreldrar mínir bjuggu húi sínu innarlega í einni dalasveit á Norðurlandi. Dalurinn er sveita fegurstur; en á þeim arum var að vakna hjá mér einhver víð- sýnisþrá; mér fanst þröngt í dalnum. Eg öfundaði tryppin og lömbin, þegar þau fengu að fara fram á heiði á vorin; mér var það mest til ánægju að komast upp á fjallsbrún- ina yrir ofan bæinn; þaðan var mikið viðsvni út á sjó, óg inn til jökla; þar var jörðin stærri og himininn víðari, og mér þótti sem eg veröa hðfði liærri. Mest varð mér st;iirsýnt á Eiríksjökul; hann sást i fjarska af fjallsbrúinni; hann har af öllum hin- um jöklunum; og hann stóð fremst- ur í fylkingunni. Eg sat mig aldrei úr færi, að kom- ast upp úr sveitinni. Mér var lofað á grasafjall á vorin, og mér var lof- að að fara á móti gangnamönnum á haustin. Nú var það eitt vor, aö eg átti að fá að fara með refaskyttunni fram á heiði og liggja á greni. Það var svo mikið fagnaðarefni, að eg gleymdi að borða og gat ekki sofnaö á kvöldin. Þetta var rétt fyrir fráfærur, og eg var, sem sagt á þrettánda árinu. Nokkru eftir fardaga höfðu menn verið sendir fram á heiði i grenja- leit; þeir höfðu séð nýnöguð bein hjá gömlum grenjum og fundið tófulykt út úr grensmunnunum; og þá vissu þeir að þar var skolli heima. Það var sólskin og sunnánvindur, ]jegar við lögðum af staö, við Bcnsi í Túngu. Bensi var refaskyttan ]iar i dalnuni, og átti nýja hvssu; ]jaö var einhleypa, og framhlaðin, eins og ]iá tíðkaðist; hlaupið var hláröndótt, en skeftiö bleikrautt, og mér varð held- ur en ekki starsýnt á vopniö. Við höfðum hvor sinn til reiöar og einn undir áburði. Grenin v'oru langt fram á heiöi, og við náðum ekki að næsta greninu fyr en liðið var að lágnætti. Það var urðargren; me'rakkinn hafði tekiö sér þarna bólfestu i stór- grýtis liolurð, og mátti sjá, að marg- ir munnar voru á greninu. ó,Tið sá um nýtt beinarusl og rjúpnavæng í urðinni. og fundum tófulykt upp úr holunum. Nú komum við hrossunum á haga og settum farangurinn inn i pamalt grjóthyrgi rétt hjá greninu. Grjót- hyrgi eru við öll gömul gren ; í þeim felur skyttan sig. Við hrestuni upp byrgið; ]iað var hálfhrúnið skift- umst við á aö valca um nóttina, en urðurn einskis varir. Og |petta gekk i þrjár nætur; aldrei sáust refirnir. Þá sagði Bensi að yrðlingarnir mundu vera orðnir stálpaöi:, ])ess vegna kæmu refirnir ekki. Þegar yrðlingarnir eru orðnir það þrosk- aðir, að ]reir geta gengið að mat sín- um, þá færa tæfurnar þeim stóran forða í einu af lambakjöti, rjúpum

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.