Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 6

Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 6
6 mikilli baráttu en sá tími tók og enda, og hann kenndi mjer að Drottinn bæði frelsar og varðveitir börn sín.“ Upp frá því hvarf friðurinn og gleð- in aldrei úr hjarta hans, og þrátt fyrir alla erflð- leikana, sem honum hafa mætt, hefur hann allt af verið barn gleðinnar og ljóssins. Nokkrum mánuðum seinna lokaði hann sig inni i herbergi sínu og var lengi á bæn. Hann bað Guð um að gefa sjer eitthvert starf, „hvað erfitt og leiðinlegt, sem það væri,“ til þess að hann gæti sýnt honum þakklæti sittt og kærleika. Hann kvaðst aldrei fyr hafa verið eins gagntek- inn af nálægð og kærleika Guðs og þá. Hann var alveg viss um upp frá því að Guð ætlaði honum eitthvert sjerstakt starf fyrir ríki sitt, þótt honum yrði ekki þegar ljóst, hvað það væri. Skömmu síðar las hann bók um Khxa, þar sem meðal annars var minnst á, hvað þýðingar- mikið væri, ef kristniboðarnir væru jafnframt lækn- ar. Eptir það las H. Taylor allar bækur um læknisfræði, sem hann náði í, og tveimur árum seinna var hann kominn svo langt að hann varð aðstoðarmaður hjá nafnkunnum lækni i Hull til þess jafnframt að læra af honum. Hann var þrjú ár í Hull og lærði þar mörg læknisstörf, sem komu honum síðar að miklu haldi. Hann kynntist þar og kjörum fátækling- anna og þótti opt verst, hversu lítið hann gat hjálpað. Launin hans voru-litil svo að hann halði ekki roikju að iniðla, en þá sejdi hann húsgögn-

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.