Vekjarinn - 01.04.1904, Qupperneq 9

Vekjarinn - 01.04.1904, Qupperneq 9
9 og jeg gat ekki búizt við annarskonar gleði en jeg átti. Þegar síðasta samkoman var út.i um kl. 10 að kvöldi, kom til min fátækur maður og bað mig að koma og biðja með konu sinni, sem komin væri að dauða. Jeg fór með honum, en spurði þó manninn, sem var kaþólskur, hvers vegna hann hefði ekki sótt prestinn sinn. „Jeg fór til hans,“ sagði hann, „en hann vildi ekki koma nema hann fengi hálfaðra krónu fyrir, en við höfum ekkert til að borða og því síður peninga." Nú fór jeg að hugsa um, hversu það væri óheppilegt að jeg skyldi ekki hafa annað í budd- unni en tveggjakrónupeninginn og ekki annan mat heima en það, sem jeg þufti að borða um kvöldið og morguninn. Gleði mín hvai f við þessar hugsanir, enda gleymdi jeg að ávíta sjálfan mig og fór í stað þess að finna að við veslings mann- inn að hann skyldi ekki hafa farið til fátækra- stjórans. Hann kvaðst þá hafa farið þangað, en sjer hefði verið sagt að koma aptur á morgun kl. 11, „en þá verður kona min liklega dáin,“ bætti hann við. — - „Jeg vildi óska að jeg hefði haft þessar 2 krónur í smáu svo að jeg hefði getað gefið mann- inum aðra þeirra," hugsaði jeg með sjálfum mjer. Mjer kom ekki í hug að gefa honum aleigu mína, og mjer var ekki Ijóst sjálfum, að jeg í raun rjettri var fús til að treysta Drottni, ef jeg hefði krónu í vasanum, en þorði það ekki, ef buddan vseri tóm,

x

Vekjarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.