Vekjarinn - 01.04.1904, Page 11
11
og þó ertu með 2 krónur í vasanum?" — Jeg
hef aldrei, hvorki fyr nje síðar átt í annari eins
baráttu við sjálfan mig. Jeg veit sannariega ekki,
hvernig jeg iauk bæninni. Þegar jeg stóð upp,
sagði heimilisfaðirinn við mig: „Þjer sjáið, hvað
við eigum óttalega bágt, ef þjer getið hjálpað
okkur þá gjörið það í Guðs nafni." — Jeg tók
tveggja krónu peninginn upp í hægðum mínum,
lagði hann í lófa mannsins, og sagði, að þótt
þeim sýndist líklega að jeg væri velbúinn, þá
væri þetta þó aleiga mín. Bn hitt væri satt,
sem jeg hefði sagt, að Drottinn væri kærleiks-
ríkur og óhætt að treysta honum. Nú kom
gleðin aptur í hjarta mitt, stiflan var burtu, og
jeg gat bæði beðið og huggað.
Lífi veslings konunnar var bjargað, en jeg
bjargaðist og sjálfur. Líf mitt, það er að segja
hið andlega líf mitt, hefði biðið skipbrot, ef náðin
hefði ekki sigrað, ef jeg hefði ekki hlýtt áminn-
ingum Drottins. Jeg man vel eptir því að hjarta
mitt var jafn ljett og buddan, þegar jeg fór heim
um nóttina. Söngur minn ómaði um auðar göt-
urnar; jeg gat ekki þagað. Þegar heirn kom, og
jeg fór að borða vatnsgrautinn rninn, var jeg á-
nægðari en rnargur stórhöfðingi er yfir borðum
sínum. Jeg kraup svo við rúmið mitt og minnti
Drottinn á, að sá, sem gæfi fátækum, lánaði hon-
um sjálfum samkvæmt hans orði, en svobaðjeg
hann um að láta ekki skuldina standa mjög iengi,
J>yí að jeg hefði ekkert til að borða um juiðjau