Vekjarinn - 01.04.1904, Qupperneq 12
12
daginn á morgun. Friður Drottins var í mjer
ogummig þegar jeg sofnaði. Jeg svafáhyggjulaus.
í*egar jeg var að borða grautinn minn næsta
morgun, heyrði jeg að póstþjónninn barði að dyr-
um. Jeg var ekki vanur að fá brjef á mánudags-
morgna, því að foreldrum mínum og fiestum vin-
um mínum var lítið um að senda brjef á laugar-
dögum, mjer kom því óvænt að húsmóðirin skyldi
kom inn með brjef til mín.
Jeg leit á brjefið og þekkti ekki skriptina,
póststimpillinn var máður. í umslaginu voru
geitarskinnsvetlingar og guilpeningur í einum
þumlinum, en enginn skrifaður stafur. „Guð sje
]of,“ sagði jeg, „þeim þætti það gott kaupmönn-
unum hjerna, ef þeir fengju 800 kr. i rentur af
hverju hundraði af 12 tíma láni.“ —Jeg einsetti
mjer þá að jeg skyldi upp frá þessu leggja alla
peninga, sem afgangs yrðu, í bankann. sem aldrei
fer á höfuðið, og jeg hef aldrei sjeð eptir því.
Jeg hef ótal sinnum síðar minnst þessa litla
atburðar, og gæti ekki talið, hversu opt það hefur
stvrkt mig. Ef vjer erum trúir Drottni í smá-
munum, þá fáum vjer þrek og krapt til að mæta
erfiðleikum lífsins. — Þessar 9 krónur, sem jeg
minntist á, komu sjer vel, en samt entust þær
nú ekki sjerlega lengi, þótt jeg væri sparsamur,
og jeg varð að halda áfram að biðja Guð að
minna húsbónda minn á að borga mjer kaupið.
Hálfum mánuði seinna var jeg jafn peningalítill
og áður. Jeg var i þungu skapi, því að sú spurn-