Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 13

Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 13
13 ing vakti fyrir mjer: „Get jeg farið til Kína, eða vantar mig trú og mátt yflr Guði, svo að jeg sje ófær til þessa starfs, sem jeg þrái?“ Seinni part vikunnar var jeg í töluverðum vandi æðum. Jeg þurfti að hugsa um fæði handa sjálfum mjer, og auk þess að borga húsaleiguna, og vissi að húsmóðir mín, sem var Guðs barn, þurfti að halda á henni. Atti jeg að þegja leng- ur? — Á hinn bóginn leit jeg svo á, hvað sem öðrum kynni að sýnast, að jeg væri ófær að verða kristniboði, ef jeg yrði að gefast upp í þessu efni. Fimtudaginn og föstudaginn varði jeg eins mikl- um tíma og jeg gat til að biðja Drottin, en iaugardagsmorguninn rann upp án þess að nokkur breyting yrði. Nú ákallaði jog Drottin um leið- beiningu, hvort jeg ætti að bíða eða tala, og mjer fannst hann bjóða mjer að bíða, svo jeg þagði og var ókvíðinn. Um kl. 5 seinni partinn á laugardaginn var húsbóndi minn búinn að ljúka læknisstörfum þann dag, og hallaði hann sjer þá út af í hægindastól- inn eins og hann var vanur og fór að tala um málefni Guðs síns, þvi að hann var innilega trú- aður og við áttum marga góða stund saman. Jeg var að gæta að fati, sem var yfir spírituslamp- anum, og gat því dulið geðshræringu nrina, þegai' hann sagði allt í einu: „Nei, bíðurn við, Taylor, er ekki konrið fram yfir gjalddaga á launum yðar?“ Það má geta næni aðjegkomst í geðs- hræringu og varð að bíða dálítið þangað til jeg

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.