Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 14
14
gat játað því rólega. Hjarta mitt var gagntekið
af þakklæti, aÖ Guð skyldi minna hann á það.
En svo bætti læknirinn við: „Það er leiðinlegt
að þjer skylduð ekki minna mig á það, þjer vitið
hvað jeg hef margt að hugsa, — það er verst
að jeg skyldi ekki muna það fyrri, þvíjeg er ný-
búinn að senda alla peninga mína í bankann,
svo að jeg get ekki boj'gað yður í kvöld.“
Nú fór málið að vandast, jeg vissi hvorki
upp nje niður, en til allrar luklcu sauð út úr
fatinu í sama bili og mjer þótti vænt um að geta
flýtt mjer með það út, svo að hann skyldi ekki
sjá geðshræringu mína,
Rjett á eptir fór iæknirinn inn til sin og jeg
fór að biðja Drottin. Þá varð jeg rólegur, gleð-
in og þakklætið kom aptur í hjarta mitt. Jeg
var viss um að Guð mundi ekki sleppa af mjer
hendinni og mundi hjálpa mjer á einhvern hátt.
Jeg las ritninguna um kvöldið og bjó mig
undir samkomurnar, sem jeg ætlaði að halda dag-
inn eptir. Jeg staldraði við heldur lengur en
vant var, en um kl. 10 bjóst jeg til að halda
heim, og þótti vænt um að þurfa ekki að eiga
von á að mæta húsmóður minni svona seint.
Það var útsjeð um að jeg gæti borgað henni
húsaleiguna í kvöld eins og henni bar, en svo
gat Guð þá hjálpað mjer, svo að jeg gæti borgað
henni á mánudaginn. Þegar jeg var að slökkva
Ijósin, heyj'ði jeg að húsbóndi minn kom éptir
garðinum, sem lá á milli íveruhúss hans og