Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 19

Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 19
19 En svo greip sú hugsun mig: „Jeg dey iíklega ekki í þetta sinn, þvi að Drottinn mun ætla mjer starf í Kína.* Mjer þótti vænt um, hvað sem cðru leið, að fá nú tækifæri tii að vitna fyrir þessum vini minum, sem var ágætur læknir en algjörður efasemdarmaður í trúarefnum. Jeg sagði honum að jeg hlakkaði til, ef jeg fengi bráðlega að koma heim til frelsara míns, en reyndar byggist jeg ekki við að deyja að svo stöddu, því að Drott- inn mundi ætla mjer störf fyrir sig, ef mjer skjátlaðist ekki. „Það er gott og blessað," sagði hann,* en flýtið þjer yður nú að ná í vagn og komast heim, það verður ekki langt að bíða þang- að til þjer verðið ósjálfbjarga." Jeg brosti að því, að jeg íæri að leigja kerru, því jeg átti ekki nóg til þess. Svo hjelt jeg á stað gangandi, en varð þó að fara upp í sporvagn, og komst með naum- indum heim til mín. Jeg bað vinnukonuna að koma með heitt vatn, og bað hana jafnframt mjög alvarlega, bókstaflega talað eins og deyjandi maður, um að opna hjarta sitt fyrir náð Guðs í Jesú Kristi. Jeg baðaði svo þá hendina, sem verkurinn var mestur i, og tók mjer blóð á flngr- inum til að vita hvort eitthvað af eitrinu færi ekki. Sársaukinn var mikill og það leið yflr mig. Þegar jeg raknaði við aptur, var búið að að flytja mig i rúmið. Frændi minn, sem bjó þar i nágrenninu, var kominn til mín og hafði sent eptir lækni sínum. Jetr sagði þessum frænda mínum að læknishjálp mundi ekki koma að neinu

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.