Vekjarinn - 01.04.1904, Side 25
25
inn sjálfur hafi laðað hann til sín með samveru
okkar, og að jeg muni mæta lionum á landi
lifenda. Það verður fagnaðarfundur að mætast þar,
þegar starfstími minn er á enda.
Daginn eptir kom jeg heim. Jeg gat ekki
þagað alveg um fögnuð minn yfir hjálp og varð-
veizlu Drottins. Móðir mín fjekk bráðlega að
vita það. Jeg þarf ekki að geta þess, að þegar
jog sneri aptur tii höfuðborgarinnar, gat jeg ekki
iifað eins spart og áður; jeg þurfti meira, og
Drottinn sá um meira.“ — —
Hudson Taylor iauk læknisnámi árið 1853,
og varð fyrsti sendiboði Kínverska kristni-
boðsfjelagsins. Vinir kristniboðsins hjeldu áhrifa-
mikla skilnaðarsamkomu í Lundúnum til að
kveðja hann, og svo fór móðir hans með honum
til Liverpool; þar steig hann á skipsfjöl. Rjett
áður en skipið ljetti akkerum, var haidin skilnaðar-
guðsþjónusta á skipinu, sem hjet „Dunfries" og
átti að faia til Kína. Svo fóru mæðginin niður
í klefa hans til að kveðjast. Hudson Taylor lýs-
ir þannig skilnaði þeirra: „Hún tók tíl í klefa
mínum með kærleiksríkri móður hendi, og sett-
ist svo hjá mjer. Við sungum sálm saman í
hinnsta sinn á undan skilnaðinum langa, svo
krupum við hvort við annars hlið, og hún bað.
Það var síðasta móður-bænin, sem jeg heyrði
áður en jeg fór. í sama bili bljes skipið til brott-
farar, og við urðum að skilja, urðum að kveðj-
ast með þeirri hugsun, að við sæumst aidrei