Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 27

Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 27
27 Japanar eru að nokkru leyti þjóðflokkur út af fyrir sig. Flestir ætla að þeir sjeu afkomend- ur „Ainua,“ — sem komu að norðan, og enn byggja Jezó að nokkru leyti, sem er norðlægast af 4 aðaleyjunum, sem mynda Japan, — og mongólsks þjóðflokks frá Kína. Japanar eru sjálfstæðir og þjóðræknir, gestrisnir, þrifnir og sparsamir að náttúrufari, en aptur eru þeir tald- ir lauslátir, brigðmálgir og óhreinlyndir í meira lagi. („Ókunnuga menn tortryggi jeg, af því að jeg þekki þá ekki, en kunnuga tortryggi jeg, af því að jeg þekki þá,“ segja þeir opt.) Eðlilega ríkir þar allskonar hjátrú og kreddur eins og alstaðar í heiðnum löndum. Gamlar bókmenntir þeirra eru sýnilega af kinverskum uppruna, og gömlu rikistrúnni í Jap- an, „Sjinto," svipar að mörgu leyti 'til elztu trúarbragða Kínverja. Samkvæmt henni er „sólar- guðinn" talinn æðstur allra goða, og eru honum og hinum goðunum reist mörg skrautleg hof, en samt eru ekki gjörð líkneski af þeim, heldur eiga ýmsir hlutir að minna á þau. (Spegillinn „minnir* t. d. á sólarguðinn.) Keisari landsins eða Mikadóinn, er talinn „sonur sólguðsins,“ og ótakmörkuð hlýðni við hann er því sjálfsögð skylda. Buddhatrú kom til Japans á 6. öld eptir Krist, og var búin að vinna hylli ineiri hluta landsmanna i lok miðaldanna. Kaþólskir kristniboðar komu þangað um miðja 16, öld, og atvikaðist það þannig:

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.