Vekjarinn - 01.04.1904, Qupperneq 31
31
honum. Honum var komið árlangt á „siðaskóla,*
þar sem hann lærði allskonar japanska „kurteisi."
Faðir hans útvegaði honum lærðan kennara, sem
kenndi honum kínversku og dálítið í hollenzku.
Þegar hann var 15 ára, varð hann sainkvæmt
iandssiðunum þjónn hjá „Daimióanum" sem var
yflrmaður föður hans. Þar komst hann að því,
að heiðnu prestarnir átu sjálfir fórnir þær, sem
fluttar voru goðunum, og missti hann við það alla
virðingu fyrir goðunum, en jafnframt leiddist
honum svo iðjuleysið, orðbragðið og ósiðsemin,
sem ríkti meðal samþjóna hans, að hann hálf-
strauk úr vistinni og bakaði foreldrum sínum ó-
náð höfðingjans um tíma. fá var honum kom-
ið á sjómannaskóla, og þar kynntist hann ýms-
um bókum, sem honum voru áður ókunnar.
Lýsing af Ameriku á kinversku og Robinson
Crusoe vöktu hjá honum óstöðvandi löngun til
að „lít.a yflr fjöllin,* og sjá sig um í veröldinni.
En einkum höfðu þó hollenzkar bibliusögur áhrif
á hann. Hann las þær á nóttunni, því að allur
lestur kristinna bóka var stranglega bannaður.
Hann sagði seinna frá þeim áhrifum þannig:
„Jeg hafði lesið um skaparann áður í holl-
enzkum bókum, en jeg vissi þó lítið um hann
fyr en jeg las þessar litlu biblíusögur. Jeg sá
þá að hann hafði með ósýnilegri hendi skapað
þennan sýnilega heim, en engin tilviljun. Jeg
tók og eptir því að hann var opt kallaður i bók-
inni „himneski faðir,“ og vakti það enn meiri