Vekjarinn - 01.04.1904, Qupperneq 41
41
ir ýmist. skynsemis- eða vantrúarmenn, sem
gjörðu meiri skaða en gagn í kristilegu tilliti.
Nísíma hafnaði öilum kostaboðum stjórnar-
innar, sem vildi fá hann í kennslumálaráðaneyt-
ið, og hjelt heim til foreldra sinna, sem enn voru
á lífi, og bjuggu í Amaka, 16 milur frá Tokio.
Kristindómsprjedikun mátti heita alveg ókunn þá,
nema í hafnarborgunum, og þegar menn streymdu
saman úr öllum átturn til að spyrja Nísímu um
ferðir hans, aumkaðist. hann yflr lýðinn og tók
að prjedika bæði í heimahúsum og hofunum.
Foreldrar hans tóku fyrstir trú, og svo komu
ýmsir aðrir. Landsstjórinn þorði ekki að taka
hann fastan upp á eigið umdæmi, og spurði
ráðanoytið hvað gjöra skyldi. Yinir Nisimu úr
sendinefndinni sátu þar nú og svöruðu: „Fyrst
það er Nísíma, þá er öllu óhætt..“ — Svo hjelt
starfið áfram; blómlegur söfnuður myndaðist á
fáum árum þar í hjeraðinu; og árið 1890 voru
2/3 hlutar þjóðarfulltrúanna úr þessu fylki kristn-
ir, og má af því marka áhrif kristindómsins.
Nísíma gleymdi samt ekki háskólastofnun-
inni. í Kíoto, þar sem Mikadóinti hafði setið
áður, og verið hafði yfir þúsund ár höfuÖstöð
heiðninnar, varð einn af borgarstjórunum gagn-
tekinn af sannindum kristindómsins, og studdi
Nísimu til að fá leyfi borgarstjórnarinnar til að
reisa þar háskóla. Maður þessi, sem lijet Jarna-
nioto, hafði áður verið yfirhersliöfðingi, og var
pú gamall og blindur, en samt sjerlega áhuga-