Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 43
43
koraast áfram hjer á landi, er að lialda djarf-
lega áfram, hvað sem öllum erfiðloikum líður."
Ári síðar (1876) stofnaði kona Nísímu
(systir Jamamoto) kvennaskóla, og kenndi þar
sjálf. Nísíma kom upp heimatrúboðsfjelagi og
styrkti allt kristilegt starf. Hann var mjög ást-
sæli af lærisveinum sínum, og hatði gott lag á,
að láta þá hlýða sjer. Einhverju sinni höfðu
orðið óspektir í skólanum, og kallaði þá Nísima
alla skólapilta á fund og sýndi þeim fram á, að
slíkt athæfi verðskuldaði þunga hegningu, en end-
aði ræðu sína á þvi, að hann kvaðst skyidi sjálf-
ur þola hegninguna í stað þeirra seku. Övo barði
hann sjálfan sig með digru priki þangað til það
brotnaði. — Piltarnir voru alveg utan við sig,
og einn þeirra geymir brot úr prikinu enn í dag
til endurminningar. —
Lasleiki Nisímu ágerðist þegar fram liðu
stundir, og gátu þá vinir hans í Ameríku með
miklum erfiðismunum fengið hann til að hvílast
frá störfum og ioita sjer heilsubótar, og fór hann
þá 1883 til Ítalíu, og dvaldi um hríð í Alpadölun-
um hjá Yaldensasöfnuði. Laðan fór hann til
Sviss, og þá var það einu sinni, er hann var á
gangi upp í fjalli, að honum varð allt 'i einu svo
illt fyrir hjartanu að hann gat varia komizt til
byggða. Það var enginn læknir við hendina, og
Nísíma skrifaði með miklum erfiðismunum hvern-
ig fara skyidi mtð lik sitt, ef hann dæi þarna,
og undir það skrifaði hann: „Hver, sem les þetta,
biðji fyrir Japan, hinu eiskaða föðurlandi mínu.“
Kraptarnir virtust alveg þrotnir, en svo gat hann
sofnað, og það hressti hann svo að hann náði
sjer eptir nokkurn tíma. Hann hefur Jýzt siðar
liugarástandi sínu þannig, er hann virtist standa
við opna grof sína fjarri öllum vinum i ókunnu