Vekjarinn - 01.04.1904, Qupperneq 48
48
voru rjett búnir að koma á lögum, sem skyidu
banna alla trúarbragðakennslu í viðurkenndum
skólum og banna ölíum, sem ekki töluðu vel
japönsku að kenna i nokkrum skóla. Sem betur
íór varð þó ekkert úr því, og allra síðustu árin
virðist kristniboðið hafa fengið meiri byr, og aptur-
kippurinn orðið til þess að skiija hálfvolga og sof-
andi menn frá þeim, som voru kristnir í anda
og sannleika. Árið 1899 voru endurnýjaðir samn-
ingarnir við stórveldin og fengu þá þegnar þeirra
rjett til að dvelja hvar sem þeim sýndist í Jap-
an. Áðuf máttu þeir ekki vera nema í hafnar-
borgum.
Kristniboðarnir í Japan hjeldu allsherjar fund
í Tokio árið 1900. — 630 kristniboðar sóttu fund-
inn. — Par korr) greinilega í ijós, að nýtt líf og
áhugi var að færast í missionina. Árið eptii-
kom dýrðieg trúarvakning i Ijós í Tokio. — tfm
næst síðustu árarnót voru um 800 útlendir og
nálega 900 ihnlendir kristniboðar í Japan. 33
kristniboðsfjelög studdu þá, og meiri hluti þeirra
í Ameríku. Um 50 þúsund (af 43 milljónum
voru evangeiiskrar trúar, og 20 þúsund grísk-
kaþólskir norðan til í Japan. Ekkert kristniboðs-
land hefur eins mörg kristileg tímarit og kristi-
legar bókmenntir yfir höfuð og Japan.
■— Sennilega hefur stríðið núna milli Rússa
og Japana margbreytileg áhrif á kristniboðið þar
eystra, sem enn eru ófyrirsjáanleg. Rússar þola
ekkert evangeiiskt trúboð í sínum löndum, en
hjá Jöpunum er fullt frelsi fyi ir aliskonar mission.