Vekjarinn - 01.01.1906, Page 6

Vekjarinn - 01.01.1906, Page 6
6 »Já, það held eg«, svarar liann, »að minsta kosti er óhugsandi að leita betur úr þessu, því að húsið fellur þá og þegar«. í sama bili heyrist neyðaróp. Það fer hrollur um mannfjöldann, er hann sér stúlku í glugga á efsta lofti, er hrópar: »Bjargið mér! Ætlið þið ekki að bjarga mér?« Brakið og brestirnir í eldinum er eina svarið, sem hún fær. Sumir grípa skelfdir fyrir augun, en aðrir hrista höfuðin hver framan í annan. En hvað er þetta? Stribbing kristniboði brýst fram úr mannþrönginni. Hann hafði þekt röddina, og vissi að Fjóla var ekki undir það búin að mæta heilögum Guði. Hann klifrar upp stigann áður en nokk- ur gat náð í hann, og stekkur inn um glugga nokkru neðar en stúlkan var. »Sá er feigur. Það er úti um hann. En sú ofdirfska«, tautuðu menn hver við annan. En bíðum við! Þarna er hann kominn aftur að stiganum með Fjólu i fanginu! Það hefir liðið yfir hana af reyk og hræðslu. — En nú er kviknað í stiganum, og eldhafið undir. Björgunarmennirnir þjóta samt að með björgunarnetið; Stribbing kemst út á veggsvalir, og lætur Fjólu detta niður í netið. Þeir bera hana varlega brott og henni er

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.