Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 14

Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 14
14 ekki frá þér náðinni, en íhugaðu alvöru dauð- ans og eilífðarinnar, og varpaðu þér að fót- um frelsarans, sem einn getur bjargað þér. p Hann er að rétta þér höndina, tak nú í hönd hans maður, þú sérð aldrei eftir því.----------- En trúaðir menn mega ekki vera iðju- 1 lausir á torginu. Ungur maður, rúmlega tvítugur, lá fyrir dauðanum. Hann var hjá trúuðum foreldr- um sínum og hafði snemma snúið sér að Guði; en minna hugsað um hitt, að leið- beina öðrum að krossi frelsarans. Einhverju sinni, þegar móðir hans kom inn til hans, var hann venju fremur sorgbit- ^ inn, og hún heyrði að hann sagði í hálfum hljóðum: »Glötuð, glötuð!« »Því segir þú þetta, góði minn?« sagði móðir hans. »Manstu ekki hvað fgjörðist á Golgata?« »Jú, eg man það, mamma; og veit að frelsarinn hrekur mig ekki frá sér, en mig tekur svo sárt, að eg skuli ekkert hafa gjört fyrir hann. Æfi mín er á förum og eg hefi ekki hjálpað neinum til frelsarans. Eg hefi verið iðjulaus og því finst mér að æfi mín sé glötuð«. — Móðir hans sagði honum, að Drottinn gæti hreinsað hann af þessari synd eins og öllum öðrum; — hann efaðist ekki um það,

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.