Vekjarinn - 01.01.1906, Side 19

Vekjarinn - 01.01.1906, Side 19
19 og sagði: »Eg vil ekki fara inn, og mérlíkar ekki Jiessi hvíti búningur«. Hann andvarpaði og fór. Ýmsir fleiri urðu til að biðja mig að koma inn, og sumir ætluðu að hálfdraga mig upp þrepin, en eg brást illa við, og stóð sárgröm í sömu sporum. Loks kom ungur maður, sem beinlínis ne)rddi mig til að kom inn. Hann var svo alúðlegur að eg leyfði honum loks að leiða mig inn. Geisladýrðin, sem eg kom nú í, er óút- málanleg; fegurstu gimsteinar og hjörtustu stjörnur hefðu ekki nolið sín í annari eins dýj-ð. — Þá furðaði mig ekki síður á kær- leikanum og gleðinni, sem skein úr svip hvers manns í þessum ótölulega skara. — Eg reyndi að flýja í eitlhverl horn, þar sem enginn sæi mig, en hné niður hrædd og sorgbitin. — Það var svo sem greinilegt að eg átti ekki þarna heima. Mannfjöldinn, sem mér virtist nú öllu likastur himneskum verum, sveif áfram eftir hljóðfalli einhverra undarlegra en þó samstiltra tóna, sem mannleg eyru hafa líklega aldrei heyrt. Ungi maðurinn, sem leiddi mig inn, varð þegar gagntekinn af þeim, og hvarf mér sjónum. Brátt kom eg auga á einn í hópnum,

x

Vekjarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.