Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 33

Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 33
33 láta í ljósi áhyggjur sínar um eilífðar framtíð þessa veslings manns. En presturinn hefir þó engan rétt til að kveða upp neinn for- dæmingardóm. Þá eru aftur aðrir menn, sem presturinn veit um að voru sanntrúuð guðsbörn, svo að enginn vafi gat leikið á sambandi þeirra við frelsarann og hans heilögu. Það væi'i beinlínis óeðlilegt, ef prestui'inn léti það ekki heyrast, lýsti ekki gleði sinni j'fir lífi þeirra og léti ekki í ljósi von sína um sáluhjálp þeiria; — af ásettu ráði segi eg von, því að presturinn hefir hér heldur ekki neinn myndugleika til að kveða upp ákveðinn dóm. En oftast nær, einkum í borgunum, þekkir presturinn hreint ekki samband hins látna við frelsaránn, og þá á prestui'inn að þegja um það, að eins tala við áheyrendurna, að þeir geri útvalningu sína vissa, áður en náðartíminn er liðinn. Hér er gott tækifæi'i lil að ná eyrum ýmsra manna, sem annai's hlusta aldrei á pi'estinn. Þar sem menn af óbeit á hneykslanlegnm líkræðum, hafa stungið upp á því, ,að afnema allar lík- ræður, en láta lesa upp ákveðinn texta við jai'ðarfarir, eins og er siður í ensku kirkjunni, þá er það aðgengilegt í fljótu bragði, svo mis- munurinn hverfi, og sömu orð hljómi við jarðarfarir allra. En fyrst og fremst er ekki hætta á öðru en mismunur komi samt í ljós 3

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.