Vekjarinn - 01.01.1906, Qupperneq 38
38
I
|
aðir«, En svo ósamkvæmir eru menn sjáli- J
um sér, að ílestir þessara sömu manna telja
það »huggun« að sama oflofið sé flutt, þegar
vandamenn þeirra liggja í kistunum, ætlast
þá til að presturinn segi alla þeirra ómerki- '
legu æfisögu, svo að úr lienni verði frægðar-
saga, slái ættingjunum gullhamra og víkieitt-
hvað að því, hvað Drottinn megi verða feginn
að fá aðra eins sæmdarmenn í himnaríki.
Einkennilegt er það, að margur maður-
inn, sem annars þykist litlu trúa af staðhæf-
ingum presta um andleg efni, vill fyrir hvern
mun fá »sáluhjálpar-passa« fyrir sjálfan sig
og ættmenn sína í líkræðunum. það ætti þó
að vera öllum ljóst, sem annars eru með fullu
viti, — hvaða trúarskoðanir sem þeir kunna
að hafa, — að slíkur lík]’æðu-»passi« kemur
að litlu liði við dyr himnaríkis, og að með
því sálgæzluleysi, sem hér er alment, vita
prestarnir oflast ekki nokkurn skapaðan hlut
um eilífðar framtíð þeirra, sem þeir jarða, og
alt skraf þeirra" um hana er þá ekki annað en
staðlausar getgátur, sem enginn getur reitt sig *
á, og enginn huggun er að nema fyrir lelingja
þá, sem aldrei nenna að hugsa sjálfir.
Það finnur enginn kristinn maður að því,
þótt presturinn tali um sáluhjálpar von þeirra,
sem,; hann þekti vel og var sannfærður um að
höfðu þvegið skikkjur sínar í hlóði lambsins,